Hjólað í vinnuna, Kársnes-Grensás-Strætó

Karsnes Grensas Leiðin liggur frá Kársnesi að Grensás þar sem strætó er tekin upp í Mosfellsbæ.

Vallargerði er einstefnugata og mjög þægilegt að hjóla hana á móti umferð, sem er því miður ólöglegt.
Í mörgum nágrannalöndum er leyfilegt að hjóla á móti einstefnu. Umferð á móti sést vel. Varast þarf bíla sem koma út úr innkeyrslum en það er ekki vandamál þar sem hjólreiðamaður sér vel yfir og heyrir í bílum sem eru að fara af stað.

Urðarbraut er sambland af tengibraut og húsagötu og er með 30 km hámarkshraða. Nauðsynlegt er að taka sér ríkjandi stöðu á akrein þegar komið er að gatnamótum.

Ríkjandi staða er um miðja akrein eða rétt til hægri við miðju. Hjólreiðamaður tekur sér ríkjandi stöðu til að hindra fram úr akstur þar sem slíkt mundi skapa hættu fyrir hjólreiðamanninn.

 Víkjandi staða er um 50-100 cm frá akbrautarbrún, eftir aðstæðum á viðkomandi götu. Gjarnan í eða rétt utan við hægra hjólfar, innan við sand, glerbrot og niðurföll við brún akbrautar. Í víkjandi stöðu geta bílar tekið framúr hjólreiðamanni.

 Hér er hraðahindrun á Urðarbraut með gangbraut. Taka þarf sér ríkjandi stöðu á akrein þegar farið er í gegnum þrengingar. Ekki er gott að hafa bíl við hliðina á sér í þrengingu!

 

Kársnesbraut er 50 km safn/tengibraut með mikið af útkeyrslum frá húsum. Gatan er vel breið og fáir bílar leggja við vegbrúnina. Umferð er líka enn þá frekar hófleg. Það er mjög auðvelt og þægilegt að hjóla hana og að mínu áliti öruggara en að reyna að fikra sig eftir gangstéttinni þar sem útsýni er mun takmarkaðra og maður er ekki í sjónsviði bílstjóra. Bílstjórar sem koma út úr útkeyrslum veita vegfarendum á gangstéttum líka litla eftirtekt en þeir gæta betur að umferð á götunni.

 Sæbólsbraut Sæbólsbraut er þröng safngata. Taka þarf ríkjandi stöðu í þrengingunni og í megninu af götunni til að vera í sjónsviði bílstjóra og hafa gott útsýni því gatan er þröng og lélegt útsýni úr hliðargötum.

 

 

   1 8Fossvogurblind Á stígnum framhjá Essó í Fossvogi. Hér er óþörf blindbeygja á stígnum sem skapar hættu ef menn hægja ekki á sér. Þetta er aðalstígur  höfuðborgarsvæðisins nr. 4. Hann er ruddur af Reykjavíkurborg að Fossvogslæk en mætir afgangi samkvæmt áætlun um þjónustuflokkun í snjóhreinsun og hálkueyðingu hjá Framkvæmdasviði: http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1615. Hann er því oft óruddur og illa sandborinn á veturna. Mikið er af glerbrotum á vorin og haustin þarna í kring.

 Leiðin liggur síðan yfir göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarveg og áfram upp Fossvogsveg frá Skógræktinni, yfir Bústaðaveg og eftir Háaleitisbraut í norður.

HáaleitisbrautHér er mynd tekin á Háaleitisbraut við Austurver. Á ljósum er best að vera í ríkjandi stöðu, sérstaklega ef möguleiki er á hægri beygju á gatnamótunum. Venjulega þarf ekki að hafa áhyggjur af bílstjórum fyrir framan en ökumenn fyrir aftan þurfa að sjá mann greinilega. Ef hjólreiðamaður er út í kanti er eins víst að þeir taki ekki eftir honum og hætt við að bílstjórar sem eru að taka hægri beygju svíni fyrir hann. Bílstjórar sem tala í farsíma á ljósum eru sérstaklega varasamir.

 Leiðin liggur áfram eftir Háaleitisbraut yfir Miklubraut á ljósunum. 1 11Haaleitisbraut MiklubrautOftast er best að vera í ríkjandi stöðu yfir gatnamótin en ef hraði bíla er orðinn mikill er gott að færa sig betur út í kant og fara yfir samsíða bíl á vinstri hönd. Síðan er farið á beygjurein fyrir Fellsmúla þegar yfir er komið og beygjan tekin inn í Fellsmúlann.

 

 

 

 

 

  Í Fellsmúla er best að reyna að halda ríkjandi stöðu niður brekkuna. Hraðinn er mikil og fáir bílar sem ná fram úr manni. Útkeyrslur og gatnamótin við Síðumúla geta verið varasöm ef maður er ekki í sjónsviði bílstjóra sem ætla út í Fellsmúlann. 1 13Fellsmuli Grensasvegur

 

 

 Strætó nr. 15 fer upp í Mosó og tengir einnig við Akranes- og Borgarnesvagninn í Háholti í Mosfellsbæ. Vegna tengingarinnar uppá Skaga er þjónustan nokkuð öflug. Á 15 mín. fresti á morgnanna og síðdegis. Fjöldi farþega jókst talsvert þegar byrjað var að aka upp á Skaga. Leið 15 vestur í bæ liggur um Hlemm, framhjá Landspítalanum og HÍ og endar hjá KR. Hann er fljótur í förum og þægilegur í alla staði. Á minni leið get ég tekið hjólið með en vandkvæði geta verið á því í öðrum vögnum á annatíma þegar vagnarnir eru fullir. Utan annatíma er það sjaldnast vandamál. Ég er með lás sem gerir kleift að reyra hjólið fast í vagninn. Það er mjög þægilegt því þá er hægt að lesa á leiðinni og þarf ekki að hafa áhyggjur af að hjólið kastist til í hringtorgunum.

Klukkan: 8:30
Vegalengd: 4,82 km
Meðalhraði: 18,07 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 16:03 mínútur
Hámarkshraði: 37 km/klst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

16:03, nákvæmt skal það vera   Fín leiðarlýsing hjá þér

Ég hef gert svolítið af því að verðlauna mig með því að spreða spöruðum bensín peningum í hjóladót, er búin að kaupa hraðamæli, á bara eftir að festa hann á hjólið.

Hjóla-Hrönn, 23.4.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband