Er akstur bíla sjálfbær?

Ráðstefnan "Driving Sustainability" virðist kostuð af bílaframleiðendum enda virðist mestu púðri eytt í bíla á ráðstefnunni. Það má hinsvegar efast um að akstur bíla sé sjálfbær jafnvel þótt þeir séu knúnir "umhverfisvænum" orkugjöfum eins og metani eða rafmagni. Vetni á bíla virðist nú bara bragð bílaframleiðenda til að hindra þróun nýrra orkugjafa á bíla.

Af fyrirsögnum erinda ráðstefnunnar er ekki að sjá að rætt verði um umhverfisvænsta farartæki sem maðurinn hefur afnot af. Það var fundið upp árið 1816, var þróað út 19. öldina og var búið að ná fullu notagildi fyrir lok þeirrar aldar. Það eyðir um 352 grömmum af fitu notandans á 100 km miðað við 75 kg mann. Það styrkir hjarta, lungu og vöðva. Minnkar fjarvistir vegna sjúkdóma. Mengar ekki andrúmsloftið. Veldur ekki hávaða. Drepur ekki eða stórslasar aðra vegfarendur. Hefur meðalhraða um 15-25 km/klst í borgum (bílar hafa meðalhraðan 20-45 km/klst í borgum). Tekur lítið pláss í notkun og geymslu. Krefst ekki gífurlegra umferðarmannvirkja og bílastæða.

Hvaða farartæki er ég að tala um? Nú auðvitað Reiðhjólið! Orkunýtnasta farartæki í hinum þekkta alheimi.

Samgönguvika hefst nú á miðvikudaginn. Nú er tækifæri að prófa aðra samgöngumáta en einkabílinn. Labba, taka strætó eða nota hjólið. Látið ekki bílaframleiðendur og innflytjendur gabba ykkur.

 

p.s.

Auðvitað er betra ef bílar eru knúnir rafmagni, metani eða repjuolíu frekar en bensín eða dísel. Það verður hinsvegar aldrei sjálfbært að keyra um á 1.300 kg af stáli, plasti og gúmmíi og smá áli í heddinu.

 


mbl.is Sjálfbært Ísland í bílaeldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir þessa færslu :-) 

Morten Lange, 14.9.2009 kl. 12:03

2 identicon

Ekki ýkja - rafmagnsbíllinn minn er ekki nema 675 Kg (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Biðst afsökunar á því Bragi. Ég er ekkert fanatískur á móti rafmagnsbílum. Mér finnst bara dálítið slappt að ekki skuli vera fjallað um reiðhjól á ráðstefnunni (svo ég viti til, tími ekki 60 þús. kall inn). Perlukafarinn hefur líka flutt inn rafmagnsmótorhjól og þau eru enn léttari veit ég. Það eru síðan til rafmagnsreiðhjól sem er líka fín.

Stundum kemur eldri borgari á fleygiferð jafnvel upp brekku og maður hugsar með sér hvaða ofurmenni þetta sé. Þá er viðkomandi á rafmagnshjóli á jöfnum 20 km hraða. Það eru margar leiðir í þessu.

Árni Davíðsson, 15.9.2009 kl. 22:47

4 identicon

Við erum reyndar hætt með bæði rafmagnsmótorhjólin og reiðhjólin. Hvoru tveggja stórskemmtilegar.  Ég á sjálfur rafmagnsreiðhjól og fæ aldeilis fína hreyfingu út úr því að hjóla á því, þó vanir hjólreiðamenn myndu væntanlega kalla mann svindlara (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband