Linux notendur hlæja að þessu

Við sem notum GNU/Linux hlæjum bara að þessu. Stýrikerfið okkar er:

  1. Að stórum hluta á íslensku.
  2. Fær aldrei veirur.
  3. Hefur aðgang að ótrúlegu magni frjáls hugbúnaðar.
  4. Er stöðugri en andskotinn.
  5. Kostar ekkert.
Sjálfur hef ég notað Ubuntu-linux í ca. 4 ár en þar áður var ég með SUSE. Það er líka til tímarit um Ubuntu.
mbl.is Ókeypis öryggishugbúnaður frá Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Það er samt oft reklavandamál með liniuxinn

Skafti Elíasson, 30.9.2009 kl. 12:54

2 identicon

Einusinni heyrði ég sagt: "Linux kostar ekkert svo lengi sem tími þinn er einskis virði".

Ari Gylfason (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 14:57

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Satt er það að reklar eru ekki til við öll tæki í Linux. Það hefur samt batnað mjög mikið undanfarin ár. Ég varð að svissa prentara á netinu hjá mér til að geta prentað því rekill fyrir netprentun var ekki til við gamla prentarann minn HP deskjet 710C. Það var samt ekkert mál, ég fann annan HP prentara sem virkaði sem átti að henda. Prentari, myndavélar, skannar, mp3 spilarar, Ipod, þetta virkar allt. Börnin mín nota þetta eins og ekkert sé.

Kannast ekki við þessa lýsingu Ari. Maður hendir DVD disknum í og setur upp stýrikerfið á notime. Ertu viss um að þú hafi prófað þetta? Auðvitað eru commercial forrit og leikir sem ekki eru gefnir út fyrir Linux en ég sakna þeirra ekki.

Árni Davíðsson, 30.9.2009 kl. 15:22

4 identicon

1. Að stórum hluta á íslensku.
Er
2. Fær aldrei veirur.
3. Hefur aðgang að ótrúlegu magni frjáls hugbúnaðar.
4. Er stöðugri en andskotinn.
5. Kostar ekkert.

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:05

5 identicon

lol ljóta dótið :Þ
Jæja prófum aftur...

1. Að stórum hluta á íslensku.
Er það virkilega kostur?

2. Fær aldrei veirur.
Rétt. Enda nenna vírus"framleiðendur" ekki að skrifa fyrir þennan tiltölulega litla markað, ekki frekar en Machintosh stýrikerfið.

3. Hefur aðgang að ótrúlegu magni frjáls hugbúnaðar.
Það hafa Windowsnotendur reyndar líka...

4. Er stöðugri en andskotinn.
Ég veit ekki með andskotann reyndar, en það er stöðugra en Windows 98 var allavega. Ég er með Windows XP á vélinni minni heima og þarf ekki að endurræsa nema þegar ég nenni loks að keyra inn update á stýrikerfið - sem er n.b. það sama og þarf að gera þegar ég keyri inn update á Linux stýrikerfið.

5. Kostar ekkert.
Það er rétt. En þú þarft að kunna ansi mikið meira á það hins vegar ef þú ætlar að nýta það til fulls eða ef þú lendir í einhverjum vandræðum.

Linux er vissulega mjög góður valkostur fyrir þá sem treysta sér þangað og það sparar vissulega pening fyrir þá sem kunna eitthvað fyrir sér.

Hins vegar er mun minna af forritum skrifað fyrir Linux, þó svo það sé óðum að breytast :) og bara sú ástæða ein og sér nægir mér til að keyra mitt Windows stýrikerfi áfram.

Davíð Oddsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 17:14

6 Smámynd: Snjalli Geir

Ég var að setja upp Windows 7 64bita hjá mér og allt gékk vel nema að núna er ég með tvo óvirka prentara þar sem driverar finnast ekki..  Bömmer. Einn er frá HP og hinn er frá Canon.  Málið er að ef menn fara aðeins útfyrir sauðahjörðina þá erum menn komnir í vandræði. 

Snjalli Geir, 1.10.2009 kl. 07:55

7 identicon

Davíð,

A. Þú þarft ekki að hafa kerfið á íslensku

B.  Nei, ekki satt. Þetta mál kemur að aðal gallanum við Windows. MS vill supporta gamlan hugbúnað og er með shitload af holum til þess að gera það, holur sem notaðar eru til að injecta í dll-a og skrifa vírusa. Ef fólk vill nota gamlan hugbúnað á *nix kerfum þá builda þeir hann bara, binary forrit frá 1993 keyra ekki lengur. Af þeim sökum þarf Linux ekki að vera með hökk til að supporta 16 bita forrit. Það er því ekki út af markaðshlutdeild sem ekki eru til fleiri vírusar fyrir *nix kerfi, það kallast hönnunarforsenda.

C. já en það er slatti af drasli sem keyrir bara a posix kerfum.

D.  XP er stöðugt ef ekkert kemur upp á. Prófaðu að taka xp diskinn þinn og skella honum í aðra tölvu, gerðu það sama við linux. Gettu hvort virkar.

E. Móðir mín kann heldur ekki á spybot. Það hefur ekki vafist fyrir henni að nota ubuntu, en vissulega er hún ekki að gera flókna hluti.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:04

8 identicon

Mín reynsla af Linux í hnotskurn:

http://xkcd.com/619/

Ágætis kerfi og allt það en forgangsröðunin er svo fökked að það er bara hlægilegt.

HP (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 00:57

9 identicon

Því miður eru til margir sem telja sig örugga af því þeir nota eitthvað ákveðið stýrikerfi. Hér er góð grein um fólk sem telur sig jafn örugg og þú telur þig: http://www.linuxhaxor.net/?p=1256

Vírusar eru ekki endilega verstu váboðarnir: http://www.securitytube.net/0-Day-Demos-(Linux-Ip_append_data()-Local-Ring0-Exploit)-video.aspx

1. Íslenskað af hverjum? 12 ára stráknum í næsta húsi? Íslenskað stýrikerfi er verkfæri vinar þíns í þínum lið #4.

2. Fær aldrei veirur staðhæfing þín er alfarið röng! Líttu út fyrir sandkassann.

3. Open Source hugbúnaðurinn þinn er mest notaður af windows notendum.

4. Guð hjálpi þér. "Replace user" ef Windows er ekki stöðugt hjá þér.

5. Kostar ekkert er góður kostur!

 Snalli Geir.... Þar sem driverar finnast ekki... Hvar ertu búinn að leyta? Heldur þú virkilega að allir driverar fylgi öllum stýrikerfum? Ertu búinn að prófa HP Universal PCL6 prentdriverinn? Ertu búinn að install 64 bita linux stýrikerfi og sjá hvort þessir fínu prentarar poppi ekki bara beint inn?

Árni! Gott að geta hlegið að Windows... .þú gætir nú aðeins kynnt þér betur þitt eigið stýrikerfi áður en þú farð að hlæja að einhverju sem þú veist ekkert um.

Einar (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband