Óhagstæður samanburður fyrir höfuðborgina

Það bætir án efa geð fólks að hafa góða útivistarmöguleika á grænum svæðum nálægt heimili sínu. Í þessari rannsókn er talað um innan við 1 km. Væntanlega er það m.a. hreyfingin sem fólk stundar á græna svæðinu sem skiptir máli en það er örugglega margt fleira. Einhver benti t.d. á félagslega stöðu fólks.

Því miður er samanburðurinn á aðgengi að grænum svæðum óhagstæður fyrir okkur á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við hin Norðurlöndin. Það sýnir sig nefnilega að fjarlægð í græn svæði er meiri á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali heldur en í öðrum borgum á norðurlöndum. Hér höfum við haft þá stefnu að útivist er eitthvað sem menn eiga að stunda eftir að hafa ekið allanga leið til að komast þangað. Heiðmörkin og "Græni trefilinn" er því marki brennd. Í stað þess að græða upp borgina, umferðareyjar, bílastæði og helgunarsvæði stofnbrauta hefur skógrækt verið stunduð upp til heiða.

Talið er að yfir 50% af byggingarlandi á höfuðborgarsvæðinu sé lagt undir vegi, götur, bílastæði, helgunarsvæði stofnbrauta og allt sem tengist bílnum. Restin er frekar gisin byggð sem er látin teygja sig yfir mestan afganginn af byggingarlandinu. Það sem eftir er fær að vera græn svæði.

Almennt séð virðist byggð á Norðurlöndum vera þéttari en hér en hún skilur eftir sig meira af grænum svæðum milli hverfa en hjá okkur og þess vegna er að meðaltali styttra í græn svæði og útivist. Við eyðileggjum með öðrum orðum meira af náttúrulegu umhverfi okkar til að koma fyrir færri íbúum en nágrannar okkar á Norðurlöndum.


mbl.is Græn svæði bæta geðgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband