Eðlileg breyting en ...

Það er ekki hægt að breyta lögum og láta þau gilda afturvirkt. Slíkum lögum yrði hnekkt fyrir öllum dómstólum því þau standast ekki stjórnarskrá né venjuleg skilyrði lagasetningar. Íslenska ríkið gerði þetta að vísu með neyðarlögunum, enda verður þeim hnekkt þegar þau koma fyrir dóm.

Ég er hinsvegar 100% sammála efni frumvarpsins eins og það er kynnt í fréttinni. Lán sem er veitt með veði í hlut á eingöngu að vera hægt að innheimta með lögtaki í hinu veðsetta. Það mun neyða lántakendur og lánveitendur til að sýna meiri ábyrgð í framtíðinni. Það þýðir að lánað verður fyrir lægra hlutfalli í hinu veðsetta og menn munu síður fá lán.  Þá munu menn að vísu væla í næstu uppsveiflu yfir því að geta ekki veðsett sig upp að eyrnasneplum til að kaupa einhvern óþarfa.

Ef þetta verður að lögum.


mbl.is Opnar möguleikann á að skila lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Já, ég var einmitt að hugsa hvort að þetta stæðist lög.  Alveg ótrúlegt að einhverjum skyldi hafa dottið í hug að bjóða upp á 100% íbúðalán.  Þegar fólk getur ekki staðið í skilum, þá hækkar skuldin með ógnarhraða.  Fólk getur slasast, misst heilsuna, misst vinnuna, nú eða lent í þjóðfélagshörmungum, heiðarlegasta fólk getur lent í því að geta ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar.  Það eru dráttarvextir, innheimtugjöld, ítrekunargjöld, vanskilagjöld og loks lögfræðikostnaður sem leggst ofan á upprunalegu skuldina. Ég hef sagt fólki sem ætlar að vera ábyrgðarmenn á lánum, að það skuli taka lánsupphæðina, margfalda hana með tveimur og eiga þann pening lausan til að geta slengt honum á borðið ef bankinn krefst þess.  Miðað við lán t.d. upp á 1 milljón. Ég er hins vegar 100% á því að þessi lög eigi að setja, bara til að vernda fólk í framtíðinni, þó að ég efist um að þetta hjálpi fólki sem er nú þegar komið í vanskil með lánin sín.

Hjóla-Hrönn, 11.11.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband