Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Tími til kominn að líta á sofandiakstur líkt og ölvunarakstur

Ef maður er syfjaður á maður einfaldlega ekki að keyra. Sofandiakstur veldur sennilega jafn mörgum slysum og ölvunarakstur og má hiklaust telja nokkur banaslys á ári orsökuð af sofandiakstri.

Ég er einn af þeim sem get dottað undir stýri á ákveðnum tímum dags. Ég geri þjóðfélaginu mikið gagn þegar ég hjóla eða tek strætó. Á hjólinu er ég vakandi en sef ágætlega og með góðri samvisku í strætó.


mbl.is Sofnaði undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólað í vinnuna á Sauðárkróki

Á 10. áratugnum var ég að vinna á Sauðárkróki í smá tíma.

Bærinn er fallegur og stendur undir háum bakka svipað og á Akureyri. Sauðkrækingar hafa ekki byggt uppi á Nöfunum, eins og landið uppi heitir víst, eins og Akureyringar sem hafa fært bæinn upp á bakkann. Þess í stað hafa þeir byggt hverfi suður af bænum en á milli stendur Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra og stærstu íþróttamannvirkin. Á milli liggur gata og gatnamót þar sem Sauðkrækingar voru með asatíð fjórum sinnum á sólarhring þegar ég var þar þegar þeir flykktust á milli í bílunum sínum.

Vonandi er þetta allt breytt núna því þegar málið er skoðað kemur í ljós að Sauðárkrókur er samanþjappaður bær og stutt á milli allra staða. Alveg kjörinn til að hjóla eða ganga milli vinnu og heimilis.

Á kortinu hér að neðan hefur verið dreginn hringur með radíus (geisla) 1,6 km. Hjólreiðamaður er um 6 min. að hjóla þann radíus eftir götum eða stígum. Gangandi vegfarandi er um 15 min að ganga það sama. Allur Sauðárkrókur rúmast innan smá hrings þar sem tekur um 6 min að hjóla inn að miðju. Vegalengdir eru greinilega ekki farartálmi innan Sauðárkróks.

Sauðárkrókur hringur með 1,6 km radíus

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafgolan getur verið leiðinleg á Króknum en því gætu íbúar breytt með því að setja upp grænu húfuna, þ.e. með því að auka trjá- og runnagróður í bænum.

Hjólað í vinnuna er frábært tækifæri

Nú er tækifærið fyrir íbúa á Króknum að taka þátt í Hjólað í vinnuna. Bæta heilsuna og taka upp hollari lífsstíl og gera umhverfi bæjarins betra með smá mannlífi.
 
Færri bílar í umferðinni þýða minni hættu fyrir börnin á leið í skólann og meiri tækifæri fyrir fólk til að hittast.
 
Nánar á vef verkefnisins:

http://hjoladivinnuna.is/


Hjólað í vinnuna í Mosfellsbæ

Vegalengdir eru stuttar í Mosfellsbæ

Oft heyrist í umræðu á Íslandi talað um að bæir séu svo dreifðir að það þýði ekkert annað en að nota bílinn. En er svo í raun? Er þetta kannski bara en ein afsökun landans fyrir eigin leti?
 
Á kortinu hér að neðan hefur verið dreginn hringur með radíus (geisla) 1,6 km. Hjólreiðamaður er um 6 min. að hjóla þann radíus eftir götum eða stígum. Gangandi vegfarandi er um 15 min að ganga það sama. Nánast allur Mosfellsbær rúmast innan smá hrings þar sem tekur um 6 min að hjóla í Kjarna. Ef bætt er 4 min. við er allt þéttbýli bæjarins innan hrings sem tekur minna en 10 min að hjóla inn að miðju. Vegalengdir eru greinilega ekki farartálmi innan Mosfellsbæjar. Bærinn er þéttvaxinn og mátulega stór fyrir reiðhjól og göngu.
 
Mosfellsbær 6 min á hjóli

 

 

 

 

 

 

 

Strætó er góður valkostur

Þjónusta strætó við Mosfellsbæingar er mjög góð. Á annatíma er leið 15 á kortersfresti og leið vagnsins liggur meðfram helstu skiptistöðvum og stórum vinnustöðum í Reykjavík. Ef þú vinnur niðri í bæ, eða átt heima niðrí bæ og vinnur í Mosfellsbæ, getur þú tekið strætó og verið með í Hjólað í vinnunna og lagt þínum vinnustað lið og jafnframt sparað bensín og aukið hreyfingu þína. 

Leið 15 er t.d. ekki nema 27 min. niður á Landsspítala frá Kjarna í Mosfellsbæ. Ennþá fljótari er maður ef skipt er yfir í leið 6 í Ártúni en þá tekur þessi ferð 22 min.

http://www.straeto.is/leidakerfi/leid15/

http://www.straeto.is/media/leidarkerfi/kort/kort12008/G15.pdf

Hjólað í vinnuna er frábært tækifæri

Taktu þátt í Hjólað í vinnuna á þínum vinnustað og bættu heilsuna og taktu upp hollari lífsstíl og bættu umhverfið í kringum þig.
Færri bílar í umferðinni þýða minni hættu fyrir börnin á leið í skólann.
Mosfellsbær stóð sig vel í lífshlaupinu. Nú er komin tími til að toppa hina bæina í  Hjólað í vinnuna.
 
Nánar á vef verkefnisins:

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband