Þéttleiki íbúðabyggðar

Það er erfitt að bera saman tölur um þéttleika íbúðabyggðar milli landa þar sem uppgefnar upplýsingar eru ekki samræmdar. Á Wikipediu virðist almennt gefið upp heildarflatarmál sveitarfélags og íbúafjöldi. Þéttleikinn verður því mjög skakkur ef sveitarfélagið er stórt og að mestu óbyggt. Það á t.d. við um Reykjavík þar sem talið er með óbyggð svæði á Kjalarnesi og upp til fjalla. 

Þegar þetta er skoðað nánar á Wikipediu sést að þéttbýli í Stavanger er um 43 km2 og íbúar eru 133 þús árið 2017. Þéttleikinn er því um 3090 íbúar/km2. Þéttbýli í Reykjavík er innan við 68 km2 þegar hverfaskipting borgarinanr er skoðuð á Wikipediu en er sennilega um 60 km2 því sum hverfi ná út fyrir þéttbýlið og stærð þéttbýlis því líklega ofmetinn. Íbúaþéttleiki gæti því verið um 2030 íbúar/km2.

Ef slegið er á stærð þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu kemur út tala í kringum 101 km2 og þar búa um 212 þús samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar um íbúa í "Stór-Reykjavík". Íbúaþéttleikinn á því svæði er því um 2099 íbúar/km2. Sennilega er þéttleiki í Reykjavík vanmetinn í þessuma samanburði en þéttleiki "Stór-Reykjavík" ofmetinn en niðurstaðan er ekki langt frá um 2000 íbúum/km2.

Með Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 er stefnt að þéttingu byggðar þannig að 90% byggðar á að rísa innan við skilgreind vaxtarmörk. Það er því ljóst að þéttleikinn á eftir að vaxa á næstu áratugum og mun sá aukni þéttleiki, sem verður mestur við Borgarlínuna, verða til að auðveldara verður að reka almenningsamgöngukerfið með viðunandi hætti.


Hvað er hagkvæm nýting á landrými?

Frosti segir: .. dýr­mæt­ar ak­rein­ar, stæðu auðar fyr­ir vagna sem kæmu á 7 mín­útna fresti. „Þetta er óhag­kvæm nýt­ing á land­rými.“

Finnst honum þetta þá hagkvæm nýting á landrými?

borgartun.jpg

 

HR loftmynd1

 

 

 

 

 

HI loftmynd1

 

 

 

  

HR4

 

  

 

 

 

HR2

 

 

 

 

  

Smaralind


mbl.is Tekist á um grundvallaratriði borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2018

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband