Vænlegra að lækka ökuhraða?

Það væri einfaldara og ódýrara að lækka ökuhraða til að fækka slysum.

Þar sem banaslysið varð á Hafnarfjarðarvegi er vegurinn ekki gerður fyrir leyfðan ökuhraða. Til að draga úr slysahættu væri einfaldlega hægt að lækka ökuhraða þar niður í 60 km á klukkustund.

Ég legg til að umferðarhraði verði lækkaður frá því sem nú er til að fækka alvarlegum slysum. Til dæmis úr 90 í 80 eða 70 eftir aðstæðum og úr 80 niður í 70 eða 60 eftir aðstæðum.

Umræðan um 2+2 vegi hefur verið á þann veg að þeir séu miklu öruggari. Það er nokkuð til í því en núna virðist vera að koma í ljós að 2+2 dugar ekki til þrátt fyrir breiða miðeyju milli akreina í gagnstæða stefnu. Það þarf að reisa vegrið eftir endilöngum veginum þrátt fyrir miðeyjuna!

Ef á að byggja 2+2 vegi legg ég til að miðeyjunni verði sleppt víðast hvar ef vegrið er milli akreina enda er hún meira og minna óþörf með vegriðinu. Þannig væri vegagerðin ódýrari og vegurinn tæki minna pláss.

Einnig þarf að lagfæra núverandi vegi þannig að þeir séu í samræmi við núverandi veghönnunarreglur Vegagerðarinnar. Lagfæra þarf vegaxlir og öryggisvæði og hafa þær í fullri breidd með sléttu yfirborði. Það eru tiltölulega ódýrar og mannaflsfrekar framkvæmdir sem bæta öryggi veganna mikið og kæmu sér vel í kreppunni.


mbl.is Sameiginlegt markmið allra að fækka slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband