Veggjöld og vegir?

Þetta "fréttaskubb" um vegatolla hjá RÚV nú um helgina er merkilegt.  Ef menn muna var verkefnið upphaflega sett þannig upp að Lífeyrissjóðirnir ætluðu að lána ríkinu til framkvæmdanna og síðan átti að greiða upp lánin með veggjöldum. Leggja átti veggjöldin á á Suðurlandsvegi, Vesturlandsvegi, Reykjanesbraut og í Vaðlaheiðargöngum, og var markmiðið að hleypa af stað framkvæmdum til að koma "hjólum atvinnulífisins" á skrið eftir hrun.

Ef menn líta enn lengra aftur var mikil umræða um tvöföldun helstu þjóðvega út frá höfuðborginni fyrir nokkrum árum og var ýmist rætt um svo kallaða 2+2 vegi eða 2+1 veg með vegriði á milli. Margir vildu leggja 2+2 vegi og lýstu frati á 2+1. Mig grunar að það hafi helst verið íbúar sem ætluðu að keyra þessa vegi og bílaþrýstihópar sem vildu 2+2 en kannski er það misminni. Flestir verkfræðingar sem tjáðu sig sögðu að 2+1 væri alveg nóg og myndi alveg anna umferð næstu áratugi og þá var reyndar ekki reiknað með hruni í þeim áætlunum heldur áframhaldandi vexti.

Nú er sú staða komin upp eftir hrun að engin þörf virðist fyrir 2+2 vegi á þessum leiðum. Eftir slysið á Hafnarfjarðarvegi hefur líka sú krafa komið upp að hafa vegrið á eyjunni milli gagnstæðra akreina á 2+2 vegum þrátt fyrir að hún sé tug metra á breidd. 2+1 vegur virðist því vera alveg nægjanlegur til að anna umferð, uppfylla kröfur um öryggi og tekur auk þess minna pláss heldur en 2+2 vegur. Það virðist því einhlítt að það eigi að byggja slíka vegi frekar. Meira að segja bílaþrýstihópar vilja núna 2+1 og jafnvel þeir sem hygðust nota vegina líka. Kannski vegna þess að nú eiga þeir að borga fyrir þá sjálfir en ekki senda reikninginn á almenning í landinu!

Stjórnvöld vilja núna byggja 2+2 vegi að því er virðist til að réttlæta veggjöld til að borga fyrir framkvæmdirnar en 2+1 vegir dygðu sjálfsagt verr sem réttlæting. Sennilega er það líka rétt mat hjá samgönguráðherra að ef ekki verður af gjaldtöku verður ekki hægt að ráðast í framkvæmdirnar og "koma hjólum atvinnulífsins af stað". Samtök iðnaðarins taka afstöðu með og hoppa hæð sína í loft upp yfir fyrirhuguðum veggjöldum, uhumm eða framkvæmdum.

Þá verða menn bara að spyrja sig.

Hvort viljum við framkvæma eitthvað sem strangt til tekið er óþarflega mikið í lagt og koma framkvæmdum af stað eða sleppa þessum framkvæmdum í bili og gera 2+1 veg síðar?

Svo gætum við gert það sem er skynsamlegast í stöðunni. Tekið upp veggjöld og byggt ódýrari lausn eins og 2+1 veg að mestu en 2+2 veg þar sem það þarf, t.d. til að klára Reykjanesbrautina. Þá væri hægt að leggja á lægri veggjöld sem væru ekki eins íþyngjandi fyrir notendur, framkvæma það sem þörf er fyrir og koma atvinnulífinu á rekspöl.


mbl.is Mótmælir vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband