Svartur blettur í sögu Finlands

 Finska borgarastríðið sem stóð frá 27. janúar til 5. maí 1918 er svartur blettur í sögu Finlands.

Í stríðinu og í fangabúðum eftir lok stríðsins dóu tæplega 37.000 manns. Flestir voru teknir af lífi af aftökusveit eða dóu í fangabúðum hvítliða eftir striðið. Börnin sem hérna er sagt frá eru hluti þeirra sem dóu í fangabúðunum. Konur voru einnig teknar af lífi af aftökusveitum og settar í fangabúðir þar sem börnin þeirra dóu með mæðrum sínum. Aftökusveitir hvítliða drápu um 5 sinnum fleiri en aftökusveitir rauðliða.

Í töflunni hér að neðan er samantekt yfir fjölda þeirra sem dóu í stríðinu og eftir að því lauk, tekin af Wikipediu.

Tafla  

 

 

 

 

 

Þess má geta að um 75.000 rauðliðar voru settir í fangabúðir. Af þeim dóu 12-13.000 manns af slæmri meðferð, hungri og vosbúð. Um 16% fanganna dóu því í fangavist sem var ekki lengri en 6-12 mánuðir. Þetta er svakaleg dánartíðni og jafnast á við margar alræmdar fangabúðir á öðrum tímum og öðrum stöðum.

Það má líka geta þess að stríðsárið 1941 þegar finnar réðust á Sovétríkin í samvinnu við þjóðverja settu þeir um 64.000 rússneska stríðsfanga í fangabúðir og af þeim létust 15.000 á fyrsta árinu. Það er um 23% fanganna eða tæplega fjórði hver fangi.

Hvít aftökusveit skýtur rauðliða i Länkipohja.

 Hvít aftaka í finska borgarastríðinu

 

 

 

 

http://commons.wikimedia.org/wiki/File:FiringsquadLankipohja.jpg

 



mbl.is Þúsund börn létust í finnskum fangabúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband