Ekki við öðru að búast

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hlýtur að vera hærri en af verðtryggðum lánum vegna hraðari endurgreiðslu. Þegar almennir vextir hækka á ný munu vextir á óverðtryggðum lánum líka hækka til samræmis og þyngja greiðslubyrðina enn frekar þar sem greiða þarf vextina jafnharðan en þeir safnast ekki ofan á höfuðstólinn að hluta eins í verðtryggðum lánum. Það er varla von til þess að eigendur fjármagns eins og lífeyrissjóðirnir vilji lána það út til að tapa á því.

Það virðist mörgum erfitt að skilja að efnahagslögmál gilda á þessu landi eins og öðrum. Ef lánsfé eykst  í umferð eða verður ódýrara eykst eftirspurnin eftir húsnæði og það hækkar í verði og eftir sitja lántakendur með hærri greiðslubyrði að öllu óbreyttu þegar aðstæður breytast.

Það þarf að finna jafnvægi milli framleiðslukostnaðar á nýju húsnæði og greiðslubyrði almennings til langframa. Byggja þarf fjölbreyttari íbúðir en hefur verið gert og af öllum stærðum. Mun meiri áherslu þarf að leggja á ódýrari minni íbúðir á þéttingarsvæðum nálægt allri þjónustu til að gera auðveldara fyrir yngra fólk að kaupa sína fyrstu íbúð, eða leigja þær.

 


mbl.is Óverðtryggt of dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 11:46

2 identicon

Lánsfé eykst meira í umferð vegna hægrar greiðslu höfuðstóls verðtryggðra lána. Vextir SÍ bíta jafnfram verr á neyslu almennings sem hefur verðtryggð lán fremur en óverðtryggð. Verðbólga verður því hærri en ella. Vextir SÍ verða því hærri en ella. Nafnvextir óverðtryggðra lána verða því hærri en ella. Fólk getur því ekki í jafn miklu mæli sóst í óverðtryggð lán og sækist meira i´verðtryggð lán. O.s.frv.

Auk þess sem vaxtastigi er haldið upp hérna vegna óraunhæfrar raunávöxtunarkröfu lífeyrissjóða sem setur gólf á íbúðalán landsmanna. Af hverju er hún óraunhæf? Jú, vegna þess að rauntekjur landsmanna (hagvöxtur) eykst EKKI um 3,5% árlega.

Kerfið er ósjálfbært og dæmt til að falla. Hvort það verður tekið niður skipulega eða dettur yfir okkkur er undir okkur komið.

Flowell (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 13:53

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég ætti kannski að taka það fram að ég hef ekkert á móti óverðtryggðum lánum frekar en verðtryggðum lánum. Hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma ætti að vera að halda jafnvægi í efnahagslífinu og nota til þess þau stjórntæki sem þau hafa á hverjum tíma miðað við aðstæður. Vaxtatæki Seðalabankans bítur illa á þenslu ef meginhluti útlána eru verðtryggð og verður því að nota önnur tæki við þær aðstæður. Að sumu leyti er sennilega einfaldara ef nánast öll lán væru óverðtryggð því þá mundu stjórtækin virka eins á öll útlán.

Að öllu jöfnu mundi ég halda að ef húsnæðislán væru óverðtryggð mundi vera erfiðara að fá lán og að upphæð lána yrði lægri. Það mundi því draga úr eftirspurn eftir húsnæði og húsnæðisverð mundi lækka. Það þarf auðvitað ekki að vera slæmt nema hvað mikið húsnæði er veðsett upp í topp og ekki gott ef það lækkar í verði.

Til lengri tíma þarf líka að vera nokkurn veginn jafnvægi milli greiðslu- og lántökugetu almennings og byggingarkostnaðar á nýju húsnæði. Ef almenningur hefur ekki ráð á húsnæðinu sem er byggt er erfitt að selja það ódýrara en sem nemur byggingarkostnaði.

Lausnin gæti að hluta verið að reyna að byggja ódýrara og gera minni kröfur um pláss. Það væri áhugavert að sjá samanburð á meðalfermetrafjölda sem íbúar hafa til íbúðar (og notkunar) í hinum ýmsu löndum. Gera íslendingar kannski of miklar kröfur um pláss?

Árni Davíðsson, 11.7.2013 kl. 14:37

4 identicon

"Að öllu jöfnu mundi ég halda að ef húsnæðislán væru óverðtryggð mundi vera erfiðara að fá lán og að upphæð lána yrði lægri. Það mundi því draga úr eftirspurn eftir húsnæði og húsnæðisverð mundi lækka. Það þarf auðvitað ekki að vera slæmt nema hvað mikið húsnæði er veðsett upp í topp og ekki gott ef það lækkar í verði."

Þetta er hugsanlega rétt ef menn líta á núverandi vaxtastig óverðtyggðra lána. En það er breytingin á öllu kerfinu sem skiptir höfuðmáli því breytingin myndi leiða til lækkandi raunvaxtastigs og aukinna fjárfestinga, sem okkur sárvantar.

Þegar almennt vaxtastig myndi lækka er óverðtryggð lán (með breytilegum vöxtum) væru fremur "normið" ásamt því að raunávöxtunarkrafa lífeyrissjóða myndi lækka, þá væri e.t.v. ekki það miklu erfiðara að slá á óverðtryggt lán.

En hér verðum við að stoppa og hugleiða. Hér á landi hefur verið mikil séreignastefna, þ.e. allir áttu að geta eignast húsnæði, húsnæðiskaup voru/eru séð sem ákveðinn sparnaður hjá fólki. Samhliða því að verðtrygging færi úr hagkerfinu myndu tekjulágir einstaklingar margir hverjir ekki geta slegið á óverðtryggt húsnæðislán, þrátt fyrir lækkun almenns vaxtastigs. Því þyrfti að fylgja með öflugt félagskerfi ásamt öflugum leigumarkaði. Því sjáðu til, séreignastefnan hefur e.t.v. gert það að verkum að einkageirinn hefur skuldsett sig of mikið en telst hagkvæmt í þjóðhagslegum skilningi. Lífeyrissjóðir eiga að fjárfesta í húseignum hér á landi og leigja þær út. Lífeyrissjóðir eiga ekki eingöngu að fjárfesta í fjármálatengdum afurðum og þannig stuðla að því að sá geiri haldist of stór en gott er fyrir hagkerfið.

Því meira sem ég hugsa um þessi mál, því sannfærðari verð ég um að nánast allt kerfið hér þurfi á uppstokkun að halda. Gríðarlega vandasamt verkefni en myndi gefa okkur mikið.

Það er hægt að slá svo ótrúlega margar flugur í einu ristastóru höggi hvað varðar óstöðugleika íslenska efnahagslífs, eina sem stöðvar það erum við sjálf!

Flowell (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 16:52

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Fjölskyldumynstrið hefur breyst mikið á Íslandi. Stórar fjölskyldur eru á undanhaldi, pör ákveða að eignast ekki börn. Menn eru seinna til að stofna fjölskyldu og einstaklingar vilja búa einir. Þannig að það vanta íbúðir af hóflegri stærð, tveggja herbergja eða stúdíóíbúðir, og það á góðum stöðum en ekki bara í einhverjum kjallaraholum.

Úrsúla Jünemann, 13.7.2013 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband