Ótrúlega vægur dómur

Að dæma mann í 2 mánaða fangelsi fyrir að drepa annan mann og valda öðrum líkamstjóni er ótrúlega vægur dómur að mínu áliti.

Nú er svo sem óvisst hvort harðir dómar muni breyta miklu um atferli manna með langan sakaferil sem aka undir áhrifum og af fullkomnu ábyrgðarleysi á ofsahraða. Samfélagið virðist ansi vanmáttugt til að taka á svona málum.

Miðað við aðra dóma sem menn hljóta fyrir manndráp væri þó æskilegt að dæma þá til lengi fangavistar. Kannski væri 2-5 ár eðlilegri dómur fyrir að bana annari manneskju þar sem ökutæki er notað sem banavopn.

Líklega væri samfélagsbreyting þannig að menn fara að líta á ofsaakstur, vímuefnaakstur og akstur yfir hámarkshraða sem brot sem ekki er hægt að afsaka kannski fyrsta skrefið í þessum málum.

Ástandið fyrir norðan virðist vera sérstaklega slæmt að þessu leyti. Ég man eftir barni á Siglufirði og skokkara sunnan við Akureyri sem var ekið á af vafasömum karakterum. Man ekki hvort dæmt var í þeim málum en þetta virðist gerast hlutfallslega oft miðað við íbúafjölda fyrir norðan.


mbl.is Fangelsi fyrir ofsaakstur sem olli dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttast væri að taka þennan glæpahund af lífi. En til vara læsa hann inni ævilangt í lofttæmdum klefa. Ég hef oft mælt fyrir því að brezka leiðin verði farin í svona málum. Um leið og einhver verður tekinn í fyrsta sinn undir áhrifum fíkniefna, þá á að dæma hann í fangelsi og taka bílinn hans og setja samdægurs í bílapressuna. Það versta er að það eru ekki nægilega margar götulöggur til að stöðva þá alla saman.

En það er enginn á Alþingi sem vil styggja þessa helvítis ræfla. Ekki fyrr en það er einhver úr þeirra eigin röðum eða fjölskyldum þeirra sem verða fyrir barðinu á þessum kvikindum.

Ég vona að ég hafi gert nægilega grein fyrir skoðunum mínum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.2.2018 kl. 16:15

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Mér finnst þetta ekki óeðlileg viðbrögð. Það er samt ólíklegt að dauðarefsingar eða ævilangt fangelsi verði samþykkt.

Sennilega ættum við að ganga mun lengra og hraðar fram í því að láta menn finna fyrir refsivendinum þegar menn eru teknir ítrekað fyrir svona brot. Taka bílinn af mönnum t.d. við annað eða þriðja brot.

Margir sem brjóta svona af sér eru hinevegar það langt leiddir að þeir eru á lánsbílum eða stolnum bílum sem þeir aka án ökuskirteinis. Til varnar því væri hægt að hafa tæknibúnað í bílum sem leyfa mönnum ekki að ræsa bíla án gildra ökuskirteina.

Árni Davíðsson, 12.2.2018 kl. 16:27

3 identicon

Já, ég tek undir það. Eftir að tölvur voru settar í bíla, þá er nær ómögulegt að stela þeim án þess að hafa lykil með flögu í.

Þessi búnaður sem þú talar um yrði þá að vera gegnum tölvuna svo ekki sé hægt að fara framhjá kerfinu. En hvernig veit þá skynjarinn að ökuskírteinið sé í nafni ökumannsins en ekki farþega í bílnum?

Það er auðvitað hægt að rannsaka það EFTIR að bíllinn hefur verið stöðvaður. En ég er hræddur um að aðeins 10% af ökumönnum undir áhrifum eða án ökuskírteinis séu stöðvaðir. Auðvitað ágizkun út frá líkum. Því miður er engin tölfræði til um það.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.2.2018 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband