Ekki hálfdrættingur á við Ásmund Friðriksson

Mér sýnist hann vera aðeins 1/4 drættingur á við Ásmund. Michael sænski hægrimaðurinn fékkk 4,5 milljónir á fjórum árum en Ásmundur íslenski hægrimaðurinn halaði inn rúmlega þá upphæð (4,6 milljónir) á aðeins einu ári.

Nú bíður maður spenntur eftir því að eftirlit Alþingis krefji hann um endurgreiðslu eða að skatturinn taki hann í skoðun og krefji hann um nótur. Það eru samt litlar líkur á því reyndar. Akstursgreiðslur og bifreiðahlunnindi eru heilög í í huga skattsins og þar á bæ vilja menn ekki hræra í þeim potti. Það er miklu þægilegra að láta það vera skattlítið eða skattlaust og niðurgreiða neyslu og akstur toppana áfram. wink


mbl.is Krafðist aksturspeninga en var erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Bull og vitleysa. Ásmundur ók þessar vegalengdir sem hann fékk aksturspeninga fyrir, meðan Michael Svensson var í fríi í Asíu meðan hann þóttist vera að aka milli borga í Svíþjóð. Það er enginn samanburður. Ásmundur á skilið aksturspeningana, en ekki Michael, sem ætti að vera ákærður fyrir spillingu.

Í staðinn fyrir að ráðast á íslenzkan þingmann einungis vegna haturs á flokki hans, ættirðu að gagnrýna hina raunverulegu spillingu og bruðl sem gengur fyrir sig í stjórnsýslunni hér í þessu landi þar sem spillingin þrífst. Ekki bara einkavinagreiðana (nepótismann) sem þrífst vel innan allra þingflokka og innan meirihlutans í borginni, og ekki bara pólítískar ráðningar* heldur líka kostnað við það þegar opinberir starfsmenn fara í skemmtiferðir til útlanda á kostnað skattgreiðenda að óþörfu, en það er kallað eitthvað annað, t.d. ráðstefnur eða þvíumlíkt. Ötulastir við þetta eru meðlimir vinstriflokkanna. Sem dæmi má nefna skemmtiferð borgarfulltrúa til Parísar að frumkvæði Dags árið 2016.

Finnst þér það allt í lagi?

*) T.d. starfa um 100 manns í Velferðarráðuneytinu, þ.e.a.s. ráðuneytinu sjálfu. Það mætti örugglega reka amk. helminginn af þessum skriffinnum án þess að neinn yrði þess var.

Aztec, 22.8.2018 kl. 13:26

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Er það visst að Ásmundur hafi ekið hvern kílometer? Hefur það verið athugað.

Ég ætla annars að leyfa þér að fjalla um þau mál sem þú hefur áhuga á.

Árni Davíðsson, 23.8.2018 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband