Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Hjólað í vinnuna, Nesvegur-Kópavogur

Hjólað "í vinnuna" frá Nesvegi í Kópavog. Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd. Nesvegur-Kópavogur

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 57 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur því 57 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

 

Þessi ferð:
Vegalengd: 8,26 km
Meðalhraði: 18,41 km/klst
Ferðatími: 26,57 mínútur
Hámarkshraði: 30.1 km/klst
Vindur: Mótvindur
Úrkoma: Þurrt
Færð: Autt


"Nýir" hjólabloggarar

Það eru breyttir tenglar á listanum yfir blogg um hjólreiðar hérna til hægri.

Nýr tengill er kominn á "Sænsk hjólablogg" sem er yfirlit yfir sænskar bloggsíður hjólreiðamanna. Nú er tækifærið að rifja upp sænskuna. Sju sjösjuka sjuksköterskor og allt það. Smile

Annar nýr tengill er á íslendinginn Halldór Gunnarson í Kanada. Góðir tenglar á önnur blogg og ýmislegt um cyclocross.

Þriðji nýi tengillinn er á skvísu í Boston sem fjallar talsvert um hvernig á að vera "chic" á "chic" hjóli. Auðvelt að finna umfjöllunarefni hjá henni með því að fara í "Labels" neðarlega til hægri.


Óhagstæður samanburður fyrir höfuðborgina

Það bætir án efa geð fólks að hafa góða útivistarmöguleika á grænum svæðum nálægt heimili sínu. Í þessari rannsókn er talað um innan við 1 km. Væntanlega er það m.a. hreyfingin sem fólk stundar á græna svæðinu sem skiptir máli en það er örugglega margt fleira. Einhver benti t.d. á félagslega stöðu fólks.

Því miður er samanburðurinn á aðgengi að grænum svæðum óhagstæður fyrir okkur á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við hin Norðurlöndin. Það sýnir sig nefnilega að fjarlægð í græn svæði er meiri á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali heldur en í öðrum borgum á norðurlöndum. Hér höfum við haft þá stefnu að útivist er eitthvað sem menn eiga að stunda eftir að hafa ekið allanga leið til að komast þangað. Heiðmörkin og "Græni trefilinn" er því marki brennd. Í stað þess að græða upp borgina, umferðareyjar, bílastæði og helgunarsvæði stofnbrauta hefur skógrækt verið stunduð upp til heiða.

Talið er að yfir 50% af byggingarlandi á höfuðborgarsvæðinu sé lagt undir vegi, götur, bílastæði, helgunarsvæði stofnbrauta og allt sem tengist bílnum. Restin er frekar gisin byggð sem er látin teygja sig yfir mestan afganginn af byggingarlandinu. Það sem eftir er fær að vera græn svæði.

Almennt séð virðist byggð á Norðurlöndum vera þéttari en hér en hún skilur eftir sig meira af grænum svæðum milli hverfa en hjá okkur og þess vegna er að meðaltali styttra í græn svæði og útivist. Við eyðileggjum með öðrum orðum meira af náttúrulegu umhverfi okkar til að koma fyrir færri íbúum en nágrannar okkar á Norðurlöndum.


mbl.is Græn svæði bæta geðgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktu lestina - það er öruggast

Það er skiljanlegt að þetta hljóti athygli þar sem atburðurinn náðist á mynd og þetta er spennandi frétt. Maður skilur það að móðurinni líði illa eftir andartaks andvaraleysi, sem gat skilið milli lífs og dauða. En gefur þetta rétta mynd af þeim hættum sem fylgja umferðinni?

Lestir og almenningssamgöngur eru öruggustu ferðamátar sem völ er á. Slys og dauðsföll eru miklu færri meðal farþega almenningssamgangna en þeirra sem ferðast í einkabíl sama á hvaða mælikvarða það er skoðað, á fjölda ferða, á ekna km eða á tíma sem eytt er í ferðir. Samkvæmt upplýsingum á vef "Hagstofu" Ástralíu virðast um 25 gangandi vegfarendur hafa látist í lestarslysum árið 2007. Þetta sama ár létust samtals 1.361 vegfarendur í ýmiskonar umferðarslysum í Ástralíu, langflestir í bílslysum.

Þennan dag, sem þetta slys varð á brautarteinunum má gera ráð fyrir því að um 3-4 einstaklingar að meðaltali hafi látist í bílslysum í Ástralíu. Fjöldinn sem slasaðist alvarlega í bílslysum gæti hafa verið um tífaldur sá fjöldi. Myndir af bílslysum nást oft á eftirlitsmyndavélar en eru ekki sýndar því þær teljast ekki frétt. Kannski er skýringin sú að gangandi vegfarandi hafa mannlegt útlit. Það er ekki eins auðvelt að ó-persónugera þá eins og bílstjóra og farþega í bíl sem í venjulegri umræðu kallast bara "bíllinn" en ekki "bílstjórinn".


mbl.is Ótrúlegar myndir af háskaför smábarns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólað í vinnuna, Birkimelur-Eiðistorg

Hjólað "í vinnuna" frá Birkimel á Eiðistorg. Vegalengd: 2,59 km, meðalhraði: 18,98 km/klst, ferðatími: 8,14 mínútur.

Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd. Birkimel-Eidistorg

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 15 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur því 15 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

Þessi ferð:
Vegalengd: 2,59 km
Meðalhraði: 18,98 km/klst
Ferðatími: 8,14 mínútur
Vindur: Hlutlaus
Úrkoma: Þurrt
Færð: Hálka


Hversu hratt hjólar maður?

Oft hef ég verið spurður um hversu hratt ég hjóla og hversu lengi ég sé á þennan eða hinn staðinn. Ég hef nokkuð gott yfirlit yfir hver meðalhraðinn er hjá mér á þeim leiðum sem ég fer venjulega.

Meðalhraði hjólsins.

Ég hef ekki tekið saman meðal-meðalhraðann hjá mér en almennt má segja að meðalhraðinn liggi á bilinu 15-25 km/klst eftir leiðum sem farið er og eftir veðri og færð og reiðhjóli. Oftast liggur meðaltalið á bilinu 18-22 km/klst. Ef leiðin er bein og hindranalaus að mestu er meðalhraðinn oftast frá 20-25 km/klst. Ef hún er krókóttari og með hindrunum eins og ljósum og annarri umferð er meðalhraðinn oftast 18-20 km/klst. Þarna er miðað við maður leggi ekki of mikið á sig og komi í þokkalegu ástandi á áfangastað. Maður er sem sagt ekki í keppni að reyna sitt ítrasta. Reykjavíkuborg hefur tekið saman svokallað korterskort sem sýnir hversu langt búast megi við að reiðhjólamaður komist á korteri á stígakerfi borgarinnar.

Skiptir hjólið máli?

Að öllu jöfnu getur maður gert ráð fyrir að fara hraðar yfir á mjórri dekkjum. Ef mótvindur er fer maður hraðar yfir á hjólum sem minnka loftmótstöðu þ.e. þegar maður hallar fram á hjólinu. Mér sýnist að meðalhraðinn á spretthjólinu (racer) mínu sé um 2-5 km hærri en á fjallahjólinu mínu. Fjallahjólið er þó á sléttum dekkjum.

Samanburður við einkabílin?

Í skýrslu um samgönguskipulag Reykjavíkur var meðalhraði bílaumferðar úr reiknilíkönum umferðar í Reykjavík um 36,1 km/klst árið 2002 (bls. 17).

Umhverfis- og samgöngusvið mældi meðalhraða á sex leiðum á morgnana og síðdegis í október 2008. Meðalhraðinn á þessum sex leiðum var um 32 km/klst.

Í keppni í Samgönguviku 2006 var gerð athugun á ferðahraða þriggja einstaklinga í Reykjavík – á hjóli, í bíl og í strætó. Lagt var af stað kl. 08.00 frá þungamiðju Reykjavíkur sem miðaðist við Vogaskóla. Ferðinni var heitið í Háskóla Íslands um 5 km leið þar sem athugað var hvor kom fyrstur í mark.  Reiðhhjólamaðurinn kom fyrstur á 16 min, bílstjórin á 20 min og strætófarþeginn síðastur á 22 min. Meðalhraðarnir voru 19, 15 og 14 km/klst (m.v. 5 km leið).

Gera má ráð fyrir hærri meðalhraða bílsins eftir því sem stærri hlutur leiðarinnar liggur um stofnbrautir en morgunumferðin getur dregið verulega úr hraða bílsins úr mörgum hverfum. Meðalhraði minn úr og í vinnu í bíl er u.þ.b. 51 km/klst enda liggur leiðin ávallt á móti umferðarstraumnum og er að mestum hluta á hindrunarlausum stofnbrautum.

Samanburður við strætó?

Hægt er að skoða hvað maður er mögulega lengi á leiðinni í strætó með því að skoða leiðavísir strætó á netinu. Ég hef persónulega ekki reynslu nema af þeim hluta leiðakerfisins sem ég nota úr og í vinnu og niðrí bæ að heiman. Misjafnt er hvernig strætóar eru samstilltir þannig að biðtími getur aukið ferðatíman nokkuð.

Á leið í vinnuna geng ég 10 min. í Hamraborg í Kópavogi og tek nr. 2, skipti í nr. 15 á Grensás og er komin í vinnuna í Mosfellsbæ 42 min síðar. Samtals er ég 52 mín að heiman á Kársnesi og í vinnuna í Mosfellsbæ. Úr vinnunna tek ég nr. 15, skipti í nr. 6 í Ártúni, skipti í nr. 2 í Kringlunni og skipti í nr. 35 í Hamraborg. Með þeim er ég 35 min úr vinnunni í Mosfellsbæ og heim á Kársnes.

Meðalhraði er 19 km/klst í vinnuna og  29 km/klst úr vinnu að meðtöldum biðtímanum.

Mörgum finnst þessi keðja af strætóum úr vinnu skrýtin og hún kemur ekki fram í leiðavísi strætó. Ég tek eftir því að fleiri farþegar með Mosfellsbæjarvagninum nr. 15 gera það sama og fara t.d. í Smáralind svona. Strætófarþegar eru nefnilega engin dauðyfli. Þeir eru upp til hópa með mikið frumkvæði og kraft og mjög útsjónarsamir að finna það sem best hentar.

Reiðhjólið er samkepnnishæft í hraða

Eins og þessar tölur bera með sér er munurinn á meðalhraða bíls, reiðhjóls og strætó ekki svo ýkja mikill. Munurinn verður fyrst nokkur þegar farin er löng leið og bílinn kemst upp á stofnbrautir á leið sinni milli staða utan annatíma. Í bílaröð á morgnanna mundi bílinn ekki vera svo mikið fljótari. Leið mín upp í Mosfellsbæ er kannski ekki dæmigerð leið í vinnuna en tímarnir mínir þar eru þessir: bíll 20 min, reiðhjól 40-50 min, strætó 35-52 min.

Tímarnir segja ekki allt því tímann í strætó nýti ég til að lesa og skoða mannlífið og tímann á hjólinu til líkamsræktar.

Ef ég mundi vera að fara niðri miðbæ á annatíma á morgnanna um 8 km leið væri ég um 25 min á hjóli, um 20-25 min á bíl og um 25-30 min í strætó.


Hjólað í vinnuna, Suðurlandsbraut-Birkimel

Hjólað "í vinnuna" frá Suðurlandsbraut á Birkemel. Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd.

Suðurlandsbraut-Birkimel

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 33 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur því 33 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

Þessi ferð:
Vegalengd: 4,98 km
Meðalhraði: 20,67 km/klst
Ferðatími: 14.29 mínútur
Hámarkshraði: 38.9 km/klst
Vindur: Hlutlaus
Úrkoma: Þurrt
Færð: Hálka


Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband