Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Cycleville Stockholm

Vill vekja athygli á nýjum tengli hér til hliðar á bloggsíðuna Cycleville Stockholm.

Alltaf gaman að vita hvað frændur vorir svíar eru að bedrífa í hjólamálum og Cycleville er með skemmtilegri pólítískum bloggum í þeim ranni. Fjallar aðallega um samgönguhjólreiðar.

Birtir einnig viðtöl við svo kallaða "ambassadora" hjólreiða þ.e.við hjólreiðamenn sem segja frá eigin hjólreiðum.

 


Hafa þarf forsendur á hreinu

Er t.d. tekið tillit til mismunandi uppruna nemenda í framhaldsskólunum?

Sumir skólar geta valið úr nemendum eftir einkunnum og stöðu. Ef einkunnir og uppruni nemenda í MR er þannig er það ekki skólinn sem er bestur samkvæmt þeim mælikvörðum sem eru notaðir heldur nemendurnir.

Ef valið væri af handahófi inn í skólana mundi árangur MR verða sá sami?


mbl.is MR bestur að mati Frjálsrar verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að færa umferðareftirlit frá lögreglu?

Maður veltir því fyrir sér hvort umferðareftirlitið sé ekki betur komið hjá öðrum aðila en lögreglunni. Hún virðist ekki hafa mikinn áhuga á að sinna því.

Kannski ætti að færa umferðarbrot undan refsilöggjöfinni og setja þau upp sem gjaldskyld brot á sambærilegan hátt og stöðubrot. Þannig væri hægt að láta sérstakan aðila sinna umferðareftirliti. Til dæmis fyrirtæki á vegum sveitarfélaganna eins og stöðumælaverði eða verktaka sem fengi verkið eftir útboð. Frjálshyggjumenn ættu nú að geta fagnað því að geta einkavætt þetta verkefni.

Lögreglan gæti þá fengist við raunverulega glæpamenn í staðinn.


mbl.is „Plastpokaskilti“ verða tekin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að læra að skammast sín!

Eitthvað vantar upp á uppeldið hjá þeim sem láta svona. Nánast alltaf er fullt af stæðum í næsta nágrenni þar sem hægt er að leggja bílum.

Maður er ekki minni maður þótt maður leggi bílnum í stæði og labbi 100-200 m, þó það sé íslenskum smásálum um megn.


mbl.is Óviðunandi ástand við íþróttavelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak hja borginni

Vera duglegir ad skra leidirnar sinar.


mbl.is Kortleggja hjólreiðar á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband