Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Ætti að refsa fyrir svefnakstur?

Akstur sofandi er sennilega eitt hættulegasta umferðarlagabrotið.

Ætti að refsa fyrir það í samræmi við alvarleikann og dæma menn til sektar og t.d. samfélagsþjónustu?


mbl.is Sofnaði undir stýri og lenti utan vegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg réttur samanburður

Þarna er ekki tekið tillit til fjárbindingar í húsnæðinu hjá þeim sem eiga húsnæðið sjálfir.

Ef maður á t.d. 30 milljóna húsnæði skuldlaust gætu tapaðar vaxtatekjur af þeirri upphæð verið 1,5 milljónir á ári m.v. 5% raunvexti. Forsendurnar skipta auðvitað máli s.s. raunvextir, breytingar á fasteignaverði, kostnaður við viðhald og skattar.

Það er a.m.k. ljóst að eign sem engum vöxtum skilar kostar líka þótt sá kostnaður sé ekki tíundaður hér.

Það væri áhugavert að skoða byggingakostnað íbúðarhúsnæðis og hvernig væri hægt að lækka hann. Líka hvort fasteignaverð endurspegli byggingarkostnað og hvernig best væri hægt að ná jafnvægi milli byggingarkostnaðar og fasteignaverðs þannig að hægt sé að byggja íbúðir sem landsmenn hafi efni á. 


mbl.is 18% af ráðstöfunartekjum í húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færa þarf bílana

Erlendis eru götur víða hreinsaðar reglulega af sópurum. Sérstakar reglur eru um að bíleigendur þurfa að færa bíla sína og hafa götustæði auð þannig að sópararnir komist um.

Væri ekki ástæða fyrir sveitarfélög að setja þannig upp hér á landi? Þá sætum við ekki uppi með möl og sand allt sumarið þar sem bíll stóð í stæði þegar sóparinn átti leið hjá um vorið. Það myndi draga úr svifryki en það er ein tegund loftmengunar sem hefur verið yfir mörkum hér á landi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.


mbl.is Sópa götur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband