Gölluð grein hjá Frosta

Grein Frosta er að því leyti gölluð að hann heldur bara fram kostnaðinum við Borgarlínuna en reiknar ekki með kostnaðinum við þá miklu uppbyggingu gatnakerfisins sem Borgarlínan leysir af hólmi að töluverðu leyti næstu 20-30 ár.

Kostnaður sem hefur verið áætlaður fyrir Borgarlínuna eru um 70 milljarðar miðað við hraðvagnakerfi um 58 km í allt. 150 milljarðarnir miðast við ef allt kerfið yrði léttlestarkerfi sem sveitarfélögin eru nú þegar búin að afskrifa. Líklegast er að fyrsti áfanginn verði kannski á bililnu 25-30 milljarðar og mundi falla til á nokkrum árum.

Samsvarandi kostnaður sem hefur verið nefndur fyrir allar fyrirhugaðar stórar framkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu er um 150 milljarðar eða meira. Tafatími í umferðinni yrði samt meiri án Borgarlínu þrátt fyrir tvöfaldan kostnað. Frosti nefnir náttúrlega ekki að kostnaður er um helmingi hærri fyrir vegaframkvæmdirnar heldur en fyrir Borgarlínu. Það virðist reyndar vera sameiginlegt hjá flestum sem agnúast út í kostnað við Borgarlínuna að þeir virðast alveg sáttir við að eyða tvöfalt hærri upphæð í fleiri vegi og gatnamót.

Hvor leiðin sem verður valin þá dreifast útgjöldin á kannski 20-30 ár. Væntanlega verður farin blönduð leið og við eyðum kannski 70 milljarða í Borgarlínu og aðra 70 milljarða í vegaframkvæmdir á næstu 20-30 árum.

Svo sleppir hann auðvitað að fjalla um einkaneysluna sem sparast við að velja Borgarlínu fremur en ýtrustu vegaframkvæmdir næstu 20-30 ár. Þar eru bílarnir og bílastæðin kannski svipað háar upphæðir. Ef maður ætti að giska hleypur sú upphæð kannski á hundruð milljarða króna hvort um sig á þessu tímabili.

Fljótlegt dæmi: Ef annað hvert heimili sparar einn bíl í 30 ár eru það um:

3 bílar m.v. 10 ára afskriftartíma/2 (annað hvert heimili) = 1,5 bílar á heimili * 4 milljóna verð bíls = 6 milljónir fyrir bíla + 6 milljónir fyrir stæði. Samtals um 12 milljónir kr á heimili yfir þetta 30 ára tímabil. Þessar 1-2 milljónir (sem virðist ofáætlun um helming hjá Frosta) er bara klink miðað við þessar 12 milljónir sem sparast í einkaneyslu á heimili.

 


mbl.is Ekki á leið í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2018

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband