Hærri vextir?

Afnám verðtryggingar, eða miklar skorður við því að venjulegir húsnæðiskaupendur taki verðtryggð lán, mun að óbreyttu líklega þýða hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði. Það mundi líklega taka mörg ár að skapa þannig trú og jafnvægi í efnahagslífinu að óverðtryggðir vextir verði viðunandi. Allan þann tíma yrði að vera ábyrg og hófleg efnahagstefna. Fram að þessu hefur það ekki gengið upp á Íslandi. Hafa menn meiri trú á því núna?

Persónulega held ég að það væri æskilegast að afnema verðtryggingu, hafa ábyrga efnahagstefnu, stöðugleika, lága vexti o.s.frv. Ég er bara ekki sérlega trúaður á íslenskt samfélag að þessu leyti.

Ég hef áður fjallað aðeins um þetta:

Ekki við öðru að búast

Tími til kominn að fasteignaverð lækki

 


mbl.is Framsókn hefur „miklar áhyggjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Það er tími til komin. Svona lítur þetta út dagsdaglega.

Bílar 1

 

 

 

 

Bílar 2

 

 

 

 

Bílar 3

 

 

 

 

 

 

Bílar 4


mbl.is Kópavogur skoðar bílastæðagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar lágir en eldsneytisverð hátt

Það virðist eins og olíufélögin taki til sín hærra hlutfall af útsöluverðinu hér en í nágrannalöndum okkar. Að minnsta kosti eru skattar á eldsneyti með lægsta móti á Íslandi en verðið með hæsta móti, í samanburði við önnur Evrópulönd.

Ég skrifaði grein um þetta í fyrra sem má nálgast hér: Skattar á eldsneyti og eldsneytisverð


mbl.is Kostar neytendur milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrgðina?

Hver skyldi bera ábyrgð á þessu? Vegriðið eða farsíminn?

Varla er það ökumaðurinn. wink

https://www.facebook.com/logreglan/posts/924837724246443


mbl.is „Sé bíl koma fljúgandi á móti mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of sterkt til orða tekið?

Mér finnst þetta of sterkt til orða tekið hjá Herdísi. Ég hefði sagt að: "Gamlir barnastólar geta verið varasamir" en að þeir séu dauðagildrur? Er þetta ekki gjaldfelling orðanna?

Er ekki lífið sjálft dauðagildra því á endanum verður það okkur að aldurtila?
mbl.is Gamlir barnastólar dauðagildrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega ódýrari kostur en ökustyrkir og bifreiðahlunnindi

Það er jákvætt að Kristín noti leigubíla frekar en að vera með ökustyrk fyrir eigin bifreið eða bifreið á vegum stofnunarinnar og tilheyrandi bifreiðahlunnindi. Líklega er það líka talsvert ódýrara fyrir stofnunina.

Í þessum stutta pistli á Mbl.is kemur ekki fram hvort hún gangi, hjóli eða  taki strætó þegar það er inn í myndinni en það þykir mér ekki ólíklegt ef stofnunin er á Akureyri. Þar eru fjarlægðir litlar og þægilegt að hjóla t.d. út á flugvöll og ganga um bæinn.


mbl.is Stýrir Jafnréttisstofu án bílprófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of dýrt

Það virðist ekki vera hagstætt að byggja íbúðir í turnum. Að minnsta kosti virðist venjulegt fólk seint hafa efni á að kaupa þar íbúð.

Ef maður reiknar meðaverð á íbúð m.v. 0% hagnað af byggingu turnins kostar meðalíbúðin 62,5 milljónir sem er því miður of mikið fyrir minn efnahag og sennilega marga fleiri.


mbl.is Áforma 80 íbúðir í Höfðatorgsturni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausnin við þessu vandamáli löngu fundin

En það virðist engin vilja beita henni hér á landi. Í staðinn er leitað langt yfir skammt að töfralausnum, náttúrupassa, gjaldtaka landeigenda o.s.frv. o.s.frv. Allt lausnir sem sennilega eru dæmdar til að mistakast eða vera í ósátt við almenning og ferðamenn og landeigendur.

Lausnin var fundinn upp 1935 og felst í því að notendur bílastæðana og í þessu tilvik annarar þjónustu á ferðamannastaðnum greiði fyrir þjónustuna sem slíka með gjaldskyldu á bílastæðum. Bílastæði sem þurfa hvort eð er að vera til staðar því nánast allir koma akandi annaðhvort í einkabílum eða rútum.

Ég hef áður fjallað um hvað þarf að koma til að þetta verði framkvæmanlegt hér og hér.


mbl.is Bílahjörðinni beitt á gróið land við Víti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gera kjósendur nægar kröfur til stjórnmálamanna?

Í tilefni af síðustu sveitarstjórnarkosningum er ekki úr vegi að birta aftur grein, sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 14. desember 2012.

 

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið þann 28. nóvember s.l. og spyr hvort á Íslandi séu verstu stjórnmálamenn í heimi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé nú varla en að íslenskir stjórnmálamenn séu almennt undir meiri smásjá en erlendir starfsbræður þeirra. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við málflutninginn hvað varðar stjórnmálamennina en hnýt um það sem hann segir um kjósendur. Orðrétt segir hann:

„... eru gerðar miklar kröfur til stjórnmálamanna af kjósendum þeirra. Þeim er falið mikið vald í okkar umboði og við ætlumst til þess að þeir fari vel með það. Ef þeir gera það ekki er það óviðunandi þó að mismikið sé gert af þvi að veita þeim aðhald í þeim efnum sem er í raun hlutverk kjósenda í lýðræðislegu þjóðfélagi ...“

Ég er alls ekki viss um að þetta sé rétt, þ.e., að kjósendur geri miklar kröfur til stjórnmálamanna og að kjósendur ætlist til þess að þeir fari vel með vald. Mér finnst ýmislegt benda í þveröfuga átt. Margir kjósendur virðast fremur ætlast til þess að stjórnmálamenn misfari með vald, hygli ákveðnum öflum, fari í manngreinarálit við úthlutun gæða og moki undir einstaklinga og fyrirtæki að geðþótta. Svona framkoma stjórnmálamanna vekur jafnvel meiri aðdáun heldur en hitt, a.m.k. í ákveðnum hópi og er sá hópur ekki alltaf lítill. Það sem virðist skipta marga meira máli er að geta þegið greiðana og að fíla sig sem „buddies“ í þessu kerfi, vera partur af klíkunni eða vinningsliðinu. Þegar upp um svona háttalag kemst vekur það yfirleitt litla athygli og enn minni hneykslan almennings sem tekur því með jafnaðargeði og finnst þetta bara eðlilegt. Með vandaðri skoðanakönnun væri svo sem auðvelt að kanna hug almennings til þessarar íslensku gerðar af spillingu til að komast að hinu sanna um hvaða kröfur almenningur gerir til stjórnmálamanna. Það væri áhugaverð könnun.

Spillingin íslenska er sennilega mest á sveitarstjórnarstiginu, sem er það svið stjórnmálanna sem er minna undir smásjá fjölmiðla og almennings. Þrátt fyrir það má benda á mýmörg dæmi úr stóru bólunni sem litla athygli fékk og vakti enn minni hneykslan. Ég held það séu ekki ýkjur ef því er haldið fram að mörg mál, sem upp komu á þessum árum, hefðu í nágrannalöndum okkar leitt til afsagnar viðkomandi stjórnmálamanns og rannsóknar lögreglu. Þar kemur sennilega til að engin aðili telur sig hafa frumkvæðisskyldu að rannsókn svona brota hér á landi og laga umhverfið er of veikt að þessu leyti. Til dæmis hefur það engar afleiðingar þó stjórnsýslulög séu brotin við úthlutun gæða sem hlaupa á milljónum eða milljónatugum.

Þá er þáttur fjölmiðla stór því þeir virðast forðast það eins og heitan eldinn að taka þessi mál upp, hugsanlega vegna tengsla við stjórnmálaöfl og auglýsendur.

 


Augljós lausn á Þingvöllum

Grein í Morgunblaðinu sem birtist 6. ágúst 2013.

Ókeypis matur í boði þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Á Mbl.is birtist merkileg frétt 16. júlí s.l.[1].

Sagt var frá því að um 500.000 manns heimsæki Þingvelli á ári hverju og þiggi þar ókeypis máltíð en maturinn dugi ekki fyrir alla. Því var sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að bjóða öllum áfram upp á ókeypis mat en umsókninni var hafnað. Lausnin hjá þjóðgarðinum er að óska eftir fjárveitingu frá ríkisstjórninni af fjáraukalögum til að hægt sé að bjóða öllum ókeypis að borða áfram.

Gestir ættu að borga sjálfir fyrir matinn.

Ég er með miklu einfaldari lausn á málinu. Láta fólkið sem kemur þarna borga sjálft fyrir matinn sem það borðar. Stjórnvöld ættu að reka af sér slyðurorðið og rukka gesti fyrir veitta þjónustu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það á ekki að senda þennan reikning á almenning.

Ókeypis fyrir notandann en greitt af samfélaginu.

Glöggir lesendur átta sig því að máltíðir og matur er hér notað í staðinn fyrir bílastæði. Af einhverjum óskýrðum ástæðum hafa bílastæði orðið að sjálfkrafa gæðum sem öllum er boðið uppá ókeypis og að því er virðist í takmarkalausu magni. Það eru ekki stjórnarskrárvarinn réttindi að fá ókeypis bílastæði, né heldur stendur það í lögum.[2] Upphæð gjalds fyrir bílastæði á Þingvöllum getur verið jafngildi ódýrrar máltíðar á skyndibitastað og hversvegna ætti það að vera ókeypis?

Fyrirkomulag gjaldtöku.

Til að koma á gjaldskyldum stæðum á Þingvöllum þarf að banna bílastöðu nema í merktum stæðum t.d. í lögum um þjóðgarðinn. Gjaldtaka fyrir bílastæði á Þingvöllum ætti að vera í samræmi við eftirspurn, þ.e. ókeypis í malarstæðum fjærst vinsælustu stöðunum en dýrast við vinsælustustu staðina. Timagjald mætti lækka með lengri stöðu bíls t.d. við tjaldstæði. Taka ætti hátt aukastöðugjald til að koma í veg fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða. Gjaldtaka fyrir bílastæði ætti að lágmarki að standa undir gerð og viðhaldi bílastæða í þjóðgarðinum en mætti vera hærra til að standa undir öðrum framkvæmdum eins og stígagerð. Margskonar tæknibúnað er hægt að nota við gjaldtökuna sem er öruggur og þægilegur í notkun.

[1] http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/07/16/bilastaedaskortur_a_thingvollum/

[2] http://tiny.cc/hhgd0w, http://tiny.cc/qigd0w

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband