Augljós lausn á Þingvöllum

Grein í Morgunblaðinu sem birtist 6. ágúst 2013.

Ókeypis matur í boði þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Á Mbl.is birtist merkileg frétt 16. júlí s.l.[1].

Sagt var frá því að um 500.000 manns heimsæki Þingvelli á ári hverju og þiggi þar ókeypis máltíð en maturinn dugi ekki fyrir alla. Því var sótt um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til að bjóða öllum áfram upp á ókeypis mat en umsókninni var hafnað. Lausnin hjá þjóðgarðinum er að óska eftir fjárveitingu frá ríkisstjórninni af fjáraukalögum til að hægt sé að bjóða öllum ókeypis að borða áfram.

Gestir ættu að borga sjálfir fyrir matinn.

Ég er með miklu einfaldari lausn á málinu. Láta fólkið sem kemur þarna borga sjálft fyrir matinn sem það borðar. Stjórnvöld ættu að reka af sér slyðurorðið og rukka gesti fyrir veitta þjónustu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það á ekki að senda þennan reikning á almenning.

Ókeypis fyrir notandann en greitt af samfélaginu.

Glöggir lesendur átta sig því að máltíðir og matur er hér notað í staðinn fyrir bílastæði. Af einhverjum óskýrðum ástæðum hafa bílastæði orðið að sjálfkrafa gæðum sem öllum er boðið uppá ókeypis og að því er virðist í takmarkalausu magni. Það eru ekki stjórnarskrárvarinn réttindi að fá ókeypis bílastæði, né heldur stendur það í lögum.[2] Upphæð gjalds fyrir bílastæði á Þingvöllum getur verið jafngildi ódýrrar máltíðar á skyndibitastað og hversvegna ætti það að vera ókeypis?

Fyrirkomulag gjaldtöku.

Til að koma á gjaldskyldum stæðum á Þingvöllum þarf að banna bílastöðu nema í merktum stæðum t.d. í lögum um þjóðgarðinn. Gjaldtaka fyrir bílastæði á Þingvöllum ætti að vera í samræmi við eftirspurn, þ.e. ókeypis í malarstæðum fjærst vinsælustu stöðunum en dýrast við vinsælustustu staðina. Timagjald mætti lækka með lengri stöðu bíls t.d. við tjaldstæði. Taka ætti hátt aukastöðugjald til að koma í veg fyrir ólöglega lagningu bíla utan merktra stæða. Gjaldtaka fyrir bílastæði ætti að lágmarki að standa undir gerð og viðhaldi bílastæða í þjóðgarðinum en mætti vera hærra til að standa undir öðrum framkvæmdum eins og stígagerð. Margskonar tæknibúnað er hægt að nota við gjaldtökuna sem er öruggur og þægilegur í notkun.

[1] http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/07/16/bilastaedaskortur_a_thingvollum/

[2] http://tiny.cc/hhgd0w, http://tiny.cc/qigd0w

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband