Ég held að þetta hljóti að teljast heimskulegasta og gagnslausasta tæki allra tíma, í fljótu bragði að minnsta kosti.
Hvað er að því að ganga?
Eða nota hlaupahjól innandyra á stórum vinnustöðum eins og hefur verið gert í hátt í hundrað ár. Þau komast miklu hraðar yfir og þarf aldrei að hlaða þau neitt.
![]() |
Samgöngumáti framtíðarinnar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Blogg um fréttir | 25.9.2009 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það verður farið í Þyrpingu - Critical Mass - Keðjuverkun, eða hvað þið viljið kalla það í dag.
Þetta birtist á Facebook síðu þyrpingar á Íslandi:
Kæru þorparar!
Tími er kominn á nýja þyrpingu á föstudaginn 25. og það klukkan 17.00 á nýjum stað, Lækjartorgi í hjarta miðborgarinnar.
Vinsamlegast látið áhugasama vita um þennan merkisatburð...
Þá er bara að skella sér.
Hjólreiðar | 25.9.2009 | 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég á tímavél í bílskúrnum og skelli mér stundum í hana til að kanna hvernig boðaðar tæknibyltingar í Mogganum munu móta framtíðina.
Þegar ég sá þessa frétt stóðst ég ekki mátið og brá mér til ársins 2030 í apríl. Ég tók einmitt mynd í apríl árið 2008 til samanburðar.
1. mynd. Tekin í apríl árið 2008.
2. mynd. Tekin í apríl árið 2030.
Það er ekki um að villast. Það hefur allt færst til betri vegar í framtíðinni með bílum sem menga minna.
![]() |
Eyðir 1,38 lítrum á hundraðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 21.9.2009 | 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Núna í september var byrjað á framkvæmdum við nokkur gatnamót í borginnni þar sem greinilega á að fjölga akreinum og fleira. Þessar framkvæmdir hafa vægast sagt fengið litla kynningu. Þó virðast hafa verið sett upp skilti á einhverjum stöðum með litlu letri og litlum myndum á t.d. Sæbraut. Engar merkingar eru fyrir gangandi og hjólandi sem segja hvað er verið að gera.
Verra er að hjáleiðir fyrir gangandi og hjólandi hafa ekki verið merktar víðast hvar og enn síður búnar til þar sem þær vantar. Maður hélt að komin væri 21. öldin og árið 2009 en við virðumst en stödd einhverstaðar á 20. öldinni hvað varðar frágang við framkvæmdir fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.
Ég tók myndband af gatnamótunum við Borgartún-Sundlaugarveg-Kringlumýrarbraut sem sýna aðstæður þarna fyrir gangandi og hjólandi. Hjólreiðamenn geta svo sem flestir nýtt sér hjáleið fyrir bíla en sumir hjólreiðamenn veigra sér við því og gangandi gera það a.m.k. ekki.
Hér er líka myndband á gatnamótum Laugavegar-Suðurlandsbrautar-Kringlumýrarbrautar þar sem ástandið er litlu skárra.
Hvernig stendur á því að framkvæmdaaðilar geta ekki merkt hlutina almennilega og búið til almennilegar og öruggar hjáleiðir. Við höfum þurft að horfa upp á aðstöðuna við Tónlistarhúsið en þar vantar alveg hjáleið norðan megin við götuna og almennilegar merkingar. Maður hélt um stund að þetta væri að þokast í rétta átt. Þetta er þeim mun furðulegra þar sem borgaryfirvöld segjast vilja hafa þetta í lagi en það er eins og einhverstaðar slitni þráðurinn milli óska borgaryfirvalda og þeirra sem sjá um framkvæmdir.
Hjólreiðar | 18.9.2009 | 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ráðstefnan "Driving Sustainability" virðist kostuð af bílaframleiðendum enda virðist mestu púðri eytt í bíla á ráðstefnunni. Það má hinsvegar efast um að akstur bíla sé sjálfbær jafnvel þótt þeir séu knúnir "umhverfisvænum" orkugjöfum eins og metani eða rafmagni. Vetni á bíla virðist nú bara bragð bílaframleiðenda til að hindra þróun nýrra orkugjafa á bíla.
Af fyrirsögnum erinda ráðstefnunnar er ekki að sjá að rætt verði um umhverfisvænsta farartæki sem maðurinn hefur afnot af. Það var fundið upp árið 1816, var þróað út 19. öldina og var búið að ná fullu notagildi fyrir lok þeirrar aldar. Það eyðir um 352 grömmum af fitu notandans á 100 km miðað við 75 kg mann. Það styrkir hjarta, lungu og vöðva. Minnkar fjarvistir vegna sjúkdóma. Mengar ekki andrúmsloftið. Veldur ekki hávaða. Drepur ekki eða stórslasar aðra vegfarendur. Hefur meðalhraða um 15-25 km/klst í borgum (bílar hafa meðalhraðan 20-45 km/klst í borgum). Tekur lítið pláss í notkun og geymslu. Krefst ekki gífurlegra umferðarmannvirkja og bílastæða.
Hvaða farartæki er ég að tala um? Nú auðvitað Reiðhjólið! Orkunýtnasta farartæki í hinum þekkta alheimi.
Samgönguvika hefst nú á miðvikudaginn. Nú er tækifæri að prófa aðra samgöngumáta en einkabílinn. Labba, taka strætó eða nota hjólið. Látið ekki bílaframleiðendur og innflytjendur gabba ykkur.
p.s.
Auðvitað er betra ef bílar eru knúnir rafmagni, metani eða repjuolíu frekar en bensín eða dísel. Það verður hinsvegar aldrei sjálfbært að keyra um á 1.300 kg af stáli, plasti og gúmmíi og smá áli í heddinu.
![]() |
Sjálfbært Ísland í bílaeldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 14.9.2009 | 11:54 (breytt 30.12.2010 kl. 21:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fram kemur í frétt Dagens Nyheter í Svíþjóð að hjólreiðamönnum hafi fjölgað um 30% í Stokkhólmi á síðasta ári. Fréttin er að öðru leyti um stefnuskrá flokkanna þar varðandi hjólreiðar fyrir næstu kosningar. Undanfarin ár hefur verið stöðug aukning í fjölda hjólreiðamanna þar í borg en slysum á hjólreiðamönnum hefur ekki fjölgað að sama skapi skv. línuriti blaðsins. Það er í samræmi við aðrar borgir þar sem hjólreiðamönnum fjölgar að slysatíðni eykst ekki í sama hlutfalli eða stendur í stað.
Engin virðist safna upplýsingum um fjölda hjólreiðamanna á Íslandi. Mér sýnist að hjólreiðafólki hafi fjölgað mikið undanfarin ár á höfuðborgarsvæðinu. Maður verður sérstaklega var við það þegar maður hjólar á móti straumi hjólreiðafólks úr og í vinnu á morgnana og seinnipartinn.
Það er tími til komin að samgönguyfirvöld reyni að ná yfirsýn yfir fjölda þeirra sem nýta sér hjólin til samgangna með talningum á völdum stöðum.
Hjólreiðar | 13.9.2009 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér líst vel á þessa hugmynd VG. Ég eins og flestir aðrir íslendingar er fylgjandi því að hið opinbera reki mennta- og heilbrigðiskerfi fyrir alla borgara landsins án tillits til efnahags. Ég sé hinsvegar ekki að það sé hlutverk hins opinbera að niðurgreiða bílastæðagjöld eins og Reykjavíkurborg gerir með rekstri bílastæðasjóðs og bílastæðahúsanna. Látum einkaframtakið um að taka þau gjöld sem eru eðlileg fyrir bílastæði. Í nágrannalöndum okkar sjá einkafyrirtæki um rekstur bílastæða í heilu hverfunum af húsum í búsetakerfinu.
Mér finnst að það eigi að aðgreina verð bílastæða frá fasteignum og fyrirtækjum sem víðast og setja þetta í sér rekstrarfélög sem innheimta gjöld fyrir bílastæði allstaðar þar sem því verður við komið. Hversvegna á maður að greiða fyrir bílastæðið í Kringlunni í vöruverði en ekki í stöðumælinum? Hversvegna eiga þeir sem ekki eiga bíl að niðurgreiða stöðugjöld fyrir hina sem koma á bíl í skólann, í verslanir og annarstaðar? Hversvegna tekur ríkið skatta af hlunnindum eins og fargjöldum í strætó en ekki af bílastæðum sem þó oftast er miklu hærri upphæð? Hversvegna eiga þeir sem eiga engan eða einn bíl í fjölbýlishúsi að greiða fyrir bílastæði þeirra sem eiga marga bíla?
Á höfuðborgarsvæðinu eru um 700.000 bílastæði. Hvergi á byggðu bóli er ódýrara að borga í stöðumæli en í Reykjavík. Af þeim eru kannski 3.000 með stöðugjöld. Hvergi á byggðu bóli er greitt beint fyrir lægra hlutfall bílastæða en á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju fá menn ekki bara ókeypis bensín á bílana líka svo við séum samkvæm sjálfum okkur? Frjálshyggjumenn segja: "there is no free lunch". Hættum að niðurgreiða einkabílana. Látum einkaframtakið sjá um bílastæðin.
![]() |
Kanna möguleika á sölu bílastæðahúsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | 3.9.2009 | 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er óþolandi að þurfa að paufast Kringluna á enda gangandi þegar maður getur ekið. Ef maður labbar af bílastæðinu og fer fram og tilbaka uppi og niðri í Kringlunni er maður búinn að ganga hátt í 2 km. Þetta er óþolandi!
Það er tími til komin að það verði lagður almennilegur akvegur í gegnum Kringluna þannig að maður geti notið mannlífsins og skoðað í búðarglugga útum bílgluggann!
Maður lætur sko ekki bjóða sér svona rölt í miðbænum. Ef maður legði bílnum uppi við Hallgrímskirkju og labbaði niður á Laugaveg væri heilir 400 m þangað niður eftir, 500 m að Snorrabraut og 800 m í Lækjargötu. Nei maður lætur nú ekki bjóða sér hvað sem er. Svona líkamsrækt á maður bara að stunda á líkamsræktarstöðvum.
Og nú ætla menn að loka Laugaveginum dagspart á laugardegi. Hvar á ég að njóta mannlífs útum bílgluggann minn? Það sést ekki kvikindi á gangi nein staðar í borginni. Á ég bara að njóta bílalífs á Miklubrautinni?
![]() |
Annar hver bílstjóri á Laugaveginum á erindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 2.9.2009 | 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er þetta ekki sama Þorbjörg Helga sem hafði mestar áhyggjur af því að finna ekki bílastæði fyrir jeppann sinn í miðborginni fyrir kosningarnar 2006? Þá fannst henni aðalhlutverk hins opinbera vera að finna ókeypis bilastæði fyrir jeppana. Ég óska henni til hamingju með sinnaskiptin. Batnandi mönnum er best að lifa.
Ég held samt að þessi hugmynd sé nokkuð flókin í framkvæmd og vil því benda á einfaldari lausn.
Að taka gjald á skólatíma fyrir bílastæði á stóra bílastæðinu við Háskólann í Reykjavík og við Nauthólsvík. Best er að láta gjaldið vera nógu hátt svo muni um það.
Mér skilst að í HR sé viðskipta og hagfræðideild. Ég hef aldrei skilið þá hagfræði að hafa ókeypis bílastæði. Það væri gaman að heyra hagfræðinga útskýra hvaða áhrif það hefur að hafa 700.000 bílastæði á höfuðborgarsvæðinu sem menn greiða aldrei fyrir nema óbeint með sköttum og í verðlagi hluta. Það er, fyrir utan þessi 3.000 stæði í miðbænum.
Bendi svo líka á grein sem ég skrifaði um bílastæði við Landspítalann og HÍ 2005.
![]() |
Samnýttir bílar njóti forgangs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 27.8.2009 | 23:44 (breytt kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér til hliðar er komin tengill á hjólatímaritið Momentum sem er gefið út í Norður Ameríku. Það fjallar aðallega um samgönguhjólreiðar og tísku, lífstíl og menningu í kringum reiðhjól. Það er með útibú í British Columbia, Toronto, Chicago og San Francisco.
Það er hægt að kaupa áskrift að því á pappír. Það má líka skoða eldri eintök og greinar ókeypis á netinu.
Hér er til dæmis saumauppskrift að regnslá.
Hjólreiðar | 27.8.2009 | 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu