Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2020

Ekki bílastæði

Þetta er ekki bílastæði á skipulagi Háskólans. Þetta er friðland sem er skilgreint sem hverfisverndarsvæði og virðist síðasta skipulagsbreytingin vera frá 2011. Þá var tjörn felld út af skipulagi en fyrra skipulag frá 1998 gerði ráð fyrir tjörn í friðlandinu. Friðlandið er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Norræna hússins og Reykjavíkurborgar.

Þetta er kannski klassískt dæmi um það hvernig stjórnsýslunni er framfylgt af HÍ og Reykjavíkurborg. Friðland notað sem bílastæði í 22 ár frá því skipulag er samþykkt a.m.k.

HÍ hefði auðvitað átt að byggja bílageymslu fyrir löngu og setja gjaldskyldu á öll bílastæði við háskólann, sem stæði undir kostnaði við landnotkun, byggingu, rekstri og viðhaldi bílastæðanna. Þeir sem nota bíla eiga auðvitað að greiða þann kostnað sem af notkun þeirra hlýst. Í staðinn hefur HÍ farið þá leið að hækka "skráningargjöld" og láta þau standa undir æ stærri hluta af rekstri skólans og þar á meðal byggingu og rekstri bílastæða.

Deiliskipulag 2011 á skipulagsvefsjá.

HI_deiliskipulag

 


mbl.is „Er gáttaður á þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband