Bloggfærslur mánaðarins, október 2018

79 bílastæði laus í Traðarkoti núna

Fleiri fastir og vatnsheldir fletir í borginni eru í sjálfu sér ekki fagnaðarefni. 

Það má spyrja sig hvort þetta verkefni sé gott innlegg í loftlagsstefnu ríkisstjórnarinnar?

Þarna hefði t.d. verið hægt að hafa tré og nokkur bílastæði fyrir fatlaða á gegndræpum fleti eða bara hreinlega almenningsgarð. Á móti Þjóðleikhúsinu er bílastæðahúsið Traðarkot þar sem í þessum skrifuðum orðum eru laus 79 bílastæði. Ég vona þó að það verði a.m.k. gjaldskylda á bílastæðinu þannig að allur almenningur þurfi ekki að borga fyrir þá fáu sem leggja þarna.

Her má sjá laus stæði í bílahúsum Bílastæðasjóðs.


mbl.is Síðasta malarbílaplanið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Betri borgarar" endurnýja bílana sína með stuðningi ríkisins

Eins og sjá má á listanum yfir bílategundir eru þetta ekki bílar sem tekjulágir kaupa. Með stuðningi ríkisins í Noregi í formi niðurfellingu bílagjalda, virðisaukatts og eldsneytisgjalda eru "betri borgarar" að endurnýja bílana sína.

Það má spurja sig hvort þetta sé besta, ódýrasta eða réttlátasta leiðin til að draga úr útblæstri frá samgöngum? Það væri fróðlegt að sjá greiningu á þeim þjóðfélagshópum sem njóta þessa stuðnings hins opinbera í sínum bílakaupum.

Tesla Model 3 (10.000)
    Audi e-tron (6.300)
    Hyundai Kona Electric (6.000)
    Kia Niro Electric (5.900)
    Ný kyn­slóð Nis­s­an Leaf (3.000)
    Jagu­ar I-Pace (3.000)
    Porsche Taycan (2.300)
    Mercedes EQC (2.200)
    DS Cross­back E-Ten­se (1.350)
    BMW iX3 (1.000)

Svo því sé haldið til haga gerir Noregur gerir líka margt gott í almenningssamgöngum og stuðningi við göngu og hjólreiðar. Vegagerð þeirra norðmanna kemur mikið að þeim málum og virðist standa sig vel.


mbl.is 30.000 rafbílar í pöntun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband