Meðgjöf hins opinbera með bílaeigendum

Á höfuðborgarsvæðinu eru mörg hundruð þúsund bílastæði. Einhver hefur áætlað að um 3 stæði séu fyrir hvern bíl og því séu um 600.000 bílastæði á höfuðborgarsvæðinu.

Bílaeigendur þurfa að greiða beint fyrir afnotin af pínu litlu broti af þessum bílastæðum. Það eru bílastæðin í miðborginni og örfá stæði við Landspítala og Borgarspítala. Það eru varla nema nokkur þúsund stæði. Sennilega þurfa bílaeigendur að greiða beint fyrir innan við 0,5 % af öllum bílastæðum höfuðborgarsvæðisins.

Öll þessi bílastæði eru ekki ókeypis. Það er talið kosta að meðaltali ca. 300.000 að útbúa malbikað bílastæði með öllu því sem fylgir að undanskildu landverðinu undir stæðið. Ef stæðið er í bílastæðahúsi eða segjum í kjallara tónlistarhússins nýja kostar það margar milljónir að byggja hvert stæði. Heildarkostnaður við bílastæðin er svimandi hár jafnvel þótt ekki sé tekið tillit til landverðs, 300.000 kr/stæði * 600.000 stæði = 180 milljarðar kr. Árleg meðgjöf til bílaeigenda í formi ókeypis bílastæða hleypur auðveldlega á nokkrum milljörðum króna.

Það er greitt fyrir bílastæðin með óbeinum hætti, með sköttum og í vöruverði í verslunum. Hversvegna á hið opinbera og almenningur (í vöruverði) að niðurgreiða rekstur bilastæða fyrir bílaeigendur? Hvernig hagfræði er þetta? Af hverju borgum við ekki bensín og tryggingar á bílana líka með óbeinum hætti ef þetta er svona skynsamlegt fyrirkomulag?

Hættum niðurgreiðslum á bílastæðum og látum þá sem nota stæðin borga fyrir þau.


mbl.is Stöðumælar betri en bílastæðaklukkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband