Hjólað í vinnuna

Ég hef hjólað mikið á höfuðborgarsvæðinu frá því ég var 22 ára. Þá átti ég lengst af heima innarlega á Kársnesi en var í skóla og vinnu á Grensás, Keldnaholti, HÍ, Miðbænum og Garðatorgi. Eftir að ég lauk námi hef ég alltaf unnið í útjaðri höfuðborgarsvæðisins af einhverri undarlegri ástæðu. Nú á ég á heima utarlega á Kársnesi en vinn upp í Mosfellsbæ. Þar áður var ég í Hafnarfirði. Þegar ég byrjaði á þessum vinnustöðum hætti ég að hjóla í vinnu í nokkra mánuði eða jafnvel ár. Ég varð að yfirvinna einhvern þröskuld í hvert skipti auk þess sem ætlast var til að maður væri á einkabíl í vinnunni. Þegar ég síðan steig yfir þröskuldinn og hjólaði í vinnuna uppgötvaði ég að þetta var ekki óyfirstíganlegt frekar en fyrri daginn og nú hjóla ég um 1-2 viku í í vinnu árið um kring. Ég skipulegg vinnuna þannig að ég þarf ekki að fara langt þá daga sem ég er á hjóli. Ég hef líka uppgötvað að strætó er ákjósanlegur ferðamáti saman með reiðhjólinu. Yfir veturinn, sérstaklega í slæmum veðrum, tek ég hjólið með í strætó frá Grensás upp í Mosó og kem því þokkalega ferskur og ósveittur í vinnu. Hef a.m.k. ekki ennþá verið rekin af kaffistofunni fyrir stæka svitalykt þótt ekki sé aðgangur að sturtu. Ég get skipt um föt og strýk svitann af með klút ef hann er einhver. Með strætó uppeftir svitnar maður varla neitt þrátt fyrir stuttan hjólatúr frá Kársnesi á Grensás.

Ég ætla að skrifa nokkrar leiðalýsingar undir titlinum „Hjólað í vinnuna“ á næstunni eftir því sem ég hef tíma til. Tilgangur skrifanna er tvíþættur. Vonandi hvetur þetta einhvern til að taka fram hjólið og prófa. Sá hin sami á eftir að uppgötva að hindranirnar eru fyrst og fremst í huga hans sjálfs en ekki í umhverfinu. Leiðalýsingarnar hjálpa líka vonandi öðrum að finna góðar leiðir, sem henta þeim til að hjóla milli áfangastaða.

Bloggfærslur 15. apríl 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband