Afleiðingar stjórnarstefnu Bush stjórnarinnar

Ofbeldið gagnvart föngum bandaríkjastjórnar í Abu Ghraib fangelsinu og öðrum fangelsum bandarískra stjórnvalda í Írak, Afganistan og annarstaðar var afleiðing meðvitaðrar stefnu stjórnarinnar í meðferð fanga eins og oft hefur komið fram. Á henni ber Bush forseti ábyrgð ásamt öðrum mönnum í ríkisstjórn sinni, fyrst og fremst Cheney og Rumsfeld.

Meðferð fanga bandaríkjanna er ekki verri heldur en í mörgum einræðislöndum sem eru bandamenn bandaríkjanna, sennilega er hún oftast betri. Hinsvegar eiga bandaríkin sem lýðræðisríki að vera fyrirmynd annarra landa í meðferð stríðsfanga og þau eiga auðvitað að fara að alþjóðlegum sáttmálum um meðferð stríðsfanga. Ef þeir eru ekki stríðsfangar á að leiða þá fyrir almenna dómstóla.

Stríð og ómennsk stjórnarstefna gera villimenn úr mönnum eins og dæmin sanna. Við getum ekki huggað okkur með því að þeir sem gerðu sig seka um glæpi í Abu Ghraib og öðrum fangelsum hafi verið undirmálsfólk. Fáfræði þeirra og ungur aldur hefur e.t.v. verið þáttur í því að auðveldari var að móta þá að vilja stjórnvalda. Þeir voru skilgetin afkvæmi kerfisins sem bjó þá til, hvatti þá áfram og skapaði aðstöðu fyrir þá til ofbeldisverka.


mbl.is Nauðganir myndaðar í Abu Ghraib
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband