Hjólað í vinnuna, Laugardalslaug-Kársnes

Hjólaði heim af fundi í Laugardalnum um daginn. Leiðin er sýnd á 1. mynd.Laugardalur

 

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 61 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur 61 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

2. mynd er tekin á vinstri beygjunni af Suðurlandsbraut upp í Hallarmúla. Mótórhjólamaðurinn er þarna í ríkjandi stöðu á akrein eins og bíll. Hjólreiðamaður á að vera í sömu stöðu þarna.Suðurlandsbraut

 

 

 

 

 

3. mynd er tekin þegar hjólið kemur vestur Ármúla og nálgast gatnamótin við Háaleitisbraut. Hjólreiðamaður á að öllu jöfnu að troða sér áfram vinstra megin við umferðina eins og önnur ökutæki. Það á aldrei að troðast áfram nema það sé öruggt.

Hættulegustu aðstæður sem hjólreiðamaður lendir í er að vera hægra megin við vörubíl/strætó á gatnamótum. Við þær aðstæður verða flest banaslys erlendis. Hjólreiðamaður á við þær aðstæður að taka sér ríkjandi stöðu á akrein til að hindra bíla í að koma samsíða hjólreiðamanninum á akreininni.Troðast

 

 

 

 

 

4. mynd sýnir stöðu á akrein við ljós þegar á að halda beint áfram. Vel sjáanlegur í baksýnispegli hjá bílstjóranum á undan. Þarna er líka hægt að vera beint aftan við bílinn. Á þessum ljósum beygja lang flestir til hægri og með því að kanna hvert bílstjóri fyrir aftan er að fara er ekki óðeðlilegt að taka þessa stöðu á þessum gatnamótum.Í speglinum

 

 

 

 

 

5. mynd er tekin við afrein af Kringlumýrarbraut upp á Bústaðaveg. Umferðin í bæinn er minni seinnipartinn þannig að oft er auðveldara að fara austan við Kringlumýrarbrautina á þessum tíma yfir þessa afrein. Á morgnanna er þessu öfugt farið, þá er mikil umferð í bæinn en minni úr bænum þá er oftast auðveldara að fara yfir aðreinina frá Bústaðavegi niður á Kringlumýrarbraut vestan megin við Kringlumýrarbrautina.Afrein

 

 

 

 

 

6. mynd er tekin á nýja stígnum í gegnum Lund í Kópavogi austan megin við Kringlumýrarbraut / Hafnarfjarðarveg. Það er sem sagt búið að klára leiðina í gegn en möl og sandur er en á malbikinu.Við Lund

 

 

 

 

 

Á 7. mynd er hjólið á leið vestur Kársnesbraut og er að fara að beygja upp Urðarbraut. Áður en sveigt er yfir er litið aftur, gefið stefnumerki ef þarf og farið í ríkjandi stöðu á akrein og síðan sætt færi á að beygja yfir akreinina á móti.

Kársnesbraut

 

 

 

 

 

Á 8. mynd er hjólið í bestu stöðu í þröngri húsagötu sem í þessu tilviki er með einstefnu. Á miðri götunni í ríkjandi stöðu. Þarna sést hjólið best og hjólreiðamaðurinn sér best umhverfi sitt.

Vallargerði

 

 

 

 

 

Þessi ferð:
Klukkan: 17:05
Vegalengd: 6,31 km
Meðalhraði: 18,68 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 20:18 mínútur
Hámarkshraði: 44,8 km/klst

 


Bloggfærslur 12. júní 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband