Hjólaði heim af fundi í Laugardalnum um daginn. Leiðin er sýnd á 1. mynd.
Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 61 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur 61 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.
2. mynd er tekin á vinstri beygjunni af Suðurlandsbraut upp í Hallarmúla. Mótórhjólamaðurinn er þarna í ríkjandi stöðu á akrein eins og bíll. Hjólreiðamaður á að vera í sömu stöðu þarna.
3. mynd er tekin þegar hjólið kemur vestur Ármúla og nálgast gatnamótin við Háaleitisbraut. Hjólreiðamaður á að öllu jöfnu að troða sér áfram vinstra megin við umferðina eins og önnur ökutæki. Það á aldrei að troðast áfram nema það sé öruggt.
Hættulegustu aðstæður sem hjólreiðamaður lendir í er að vera hægra megin við vörubíl/strætó á gatnamótum. Við þær aðstæður verða flest banaslys erlendis. Hjólreiðamaður á við þær aðstæður að taka sér ríkjandi stöðu á akrein til að hindra bíla í að koma samsíða hjólreiðamanninum á akreininni.
4. mynd sýnir stöðu á akrein við ljós þegar á að halda beint áfram. Vel sjáanlegur í baksýnispegli hjá bílstjóranum á undan. Þarna er líka hægt að vera beint aftan við bílinn. Á þessum ljósum beygja lang flestir til hægri og með því að kanna hvert bílstjóri fyrir aftan er að fara er ekki óðeðlilegt að taka þessa stöðu á þessum gatnamótum.
5. mynd er tekin við afrein af Kringlumýrarbraut upp á Bústaðaveg. Umferðin í bæinn er minni seinnipartinn þannig að oft er auðveldara að fara austan við Kringlumýrarbrautina á þessum tíma yfir þessa afrein. Á morgnanna er þessu öfugt farið, þá er mikil umferð í bæinn en minni úr bænum þá er oftast auðveldara að fara yfir aðreinina frá Bústaðavegi niður á Kringlumýrarbraut vestan megin við Kringlumýrarbrautina.
6. mynd er tekin á nýja stígnum í gegnum Lund í Kópavogi austan megin við Kringlumýrarbraut / Hafnarfjarðarveg. Það er sem sagt búið að klára leiðina í gegn en möl og sandur er en á malbikinu.
Á 7. mynd er hjólið á leið vestur Kársnesbraut og er að fara að beygja upp Urðarbraut. Áður en sveigt er yfir er litið aftur, gefið stefnumerki ef þarf og farið í ríkjandi stöðu á akrein og síðan sætt færi á að beygja yfir akreinina á móti.
Á 8. mynd er hjólið í bestu stöðu í þröngri húsagötu sem í þessu tilviki er með einstefnu. Á miðri götunni í ríkjandi stöðu. Þarna sést hjólið best og hjólreiðamaðurinn sér best umhverfi sitt.
Þessi ferð:
Klukkan: 17:05
Vegalengd: 6,31 km
Meðalhraði: 18,68 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 20:18 mínútur
Hámarkshraði: 44,8 km/klst
Hjólreiðar | 12.6.2009 | 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 12. júní 2009
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu