Hjólað í vinnuna, Kársnes-Höfðabakkabrú-Mos

Hjólað í vinnuna eftir Álfhólsvegi, Smiðjuvegi, Höfðabakka og Vesturlandsvegi upp í Mosfellsbæ. Leiðin er sýnd á 1. mynd.

hofdabakki Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 90 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur 90 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

  Ferðin var farinn á sprett hjólinu mínu (racer) með myndavélinni á stýrinu. Það er miklu meiri titringur á því heldur en á fjallahjólinu þannig að myndavélin losnaði og snérist og eru nokkrar myndir teknar þegar ég er að festa hana aftur.

Höfðabakkabrú

2. mynd er tekin á leiðinni yfir Höfðabakkabrú. Hún er sennilega versti farartálminn á leiðinni. Hún er of mjó til að óhætt sé að bílar taki óhindrað framúr. Þeir geta ekki vikið til hliðar eins og þeir þurfa að gera við framúrakstur útaf vegriði milli akreina á miðri brúnni. Þeir hægja flestir á sér þannig að hjólreiðamaðurinn verður lestarstjóri yfir brúna. Hjólið kemst ekki út á vegöxlina því vegbrúninni er of há og vegöxlin er holótt og sprunginn. Að auki er vegkantur að hluta á leiðinni yfir brúna. Þarna væri auðvelt að breikka veginn með því að lagfæra vegöxlina og bæta þannig aðstæður hjólreiðafólks og bílaumferðar. Það er pláss til þess á brúnni.

 3. mynd er tekin á Vesturlandsvegi. Á henni sést hvernig bílstjórar eiga að taka fram úr hjólum með því að víkja vel til hliðar og gefa hjólreiðamanninum gott pláss. Almennt finnst mér flestir bílstjórar á Vesturlandsvegi sýna góða tillitsemi við framúrakstur, sérstaklega atvinnubílstjórar eins og í rútunni hér. Hjólreiðamenn eiga að kappkosta að fá bílstjóra að víkja vel til hliðar með því að vekja á sér athygli, með réttri staðsetningu á götunni og með því að vera sýnilegir með ljósum, endurskini og áberandi klæðnaði.

Rúta

 Þessi ferð:
Klukkan: 8:15
Vegalengd: 15,78 km
Meðalhraði: 22,08 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 42:54 mínútur
Hámarkshraði: 41,38km/klst 


Bloggfærslur 22. júní 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband