Hvað með að færa umferðareftirlit frá lögreglu til sjálfseignarstofnunar?
Lögreglan hefur varla sinnt þessu að neinu marki og það væri hægt að reka þetta á sektargreiðslum að mestu leyti. Það gekk ágætlega að láta bílastæðasjóð sjá um sektir en áður sá lögreglan um það.
Með raunverulegu umferðareftirliti væri hægt að fjarlægja hraðahindranir og þrengingar og annað sem gerir umferð óþægilegri fyrir bíla, strætó og reiðhjól en samt halda umferðarhraða í skefjum og tryggja viðunandi umferðaröryggi.
![]() |
Engar töfralausnir í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 24.7.2009 | 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það má fara margar leiðir til að fjölga farþegum hjá strætó á höfuðborgarsvæðinu. Skipta má þeim gróflega í þrjá hluta og gefa þeim einkunn með léttum sleggjudómum eins og vera ber.
Fyrsti hlutinn beinist að strætó sjálfum. Hér á eftir fer mín upptalning á þessum ráðstöfunum (skáletrað) ásamt skýringum og einkunn (feitletrað) á skalanum 0-10 á því hvar strætó stendur í dag.
- Gera auðvelt að greiða í vagnanna. Nútíma greiðsluaðferðir og sjálfsala. 4
- Hafa lág fargjöld. Lág fargjöld hjá fastakúnnum og lágt miðað við nágrannalönd. 8
- Hafa góða þjónustu við hverfi. Þjónusta góð við ákveðin svæði á höfuðborgarsvæðinu og við stofnleiðir en mjög léleg annarstaðar. Vantar norður-suður tengingu um Reykjanesbraut og ferðir til Reykjanesbæjar. 8 fyrir Reykjavík og stofnleiðir, 3 fyrir hverfi og bæi byggða fyrir bílinn í Reykjavík og suður af Reykjavík.
- Hafa tíðar ferðir. Breytilegt eftir sumri og vetri. 6
- Hafa örugga þjónustu. Að strætó komi á tilskildum tíma og sleppi ekki úr ferðum. 7
- Hafa þægilega þjónustu. Að hitastig í vögnum sé þægilegt og hristingur og bílveiki sé lítil. 7
- Hafa hraðar ferðir. Ferðahraði hefur aukist frá því sem var. 8
- Hafa sem fæst skipti. Ef þarf að skipta oft um vagn virkar það letjandi. 6
- Hafa þjónustu á skiptistöðvum. Hægt að komast á klósett og kaupa lesefni og veitingar. 3
- Hafa góðar upplýsingar um ferðir. Tímatöflur og kort séu uppfærð og upplýsingar gefnar á rauntíma um ferðir vagna. 6
Annar hlutinn beinist að skipulagi sveitarfélaga. Hér á eftir er mín upptalning á ráðstöfunum með skýringum og einkunn fyrir ástandið í dag á skalanum 0-10.
- Hafa skipulag þannig að strætó komist auðveldlega um til að þjónusta hverfi og sveitarfélög. 8 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa og Breiðholt/Árbæ, 3 fyrir restina af hverfum höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa byggingar þannig að stutt sé í almenningssamgöngur. Ekki þurfi að ganga um "endalaus" bílastæðaflæmi til að komast að heimilum eða verslanamiðstöðvum. 7 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 3 fyrir restina af hverfum höfuðborgarsvæðisins og Kringluna, Smáralind og Háskóla Íslands.
- Hafa skipulag vegakerfis þannig að strætó komist greiða leið milli sveitarfélaga og milli heimila og vinnustaða. Hindra hringakstur og snúninga með því að hafa net vega. 8 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 4 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa skipulag þannig að fjarlægðir séu litlar milli heimila og vinnustaða/þjónustustaða. Hóflegar ferðaleiðir milli punkta og að hægt sé að sinna erindum á leið úr strætó og heimilis í heimahverfi. Kaupa í matinn og dagleg þjónusta. 8 fyrir svæði innan Hringbrautar/Snorrabrautar og fáein miðsvæði, 2 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Blönduð byggð heimila/þjónustu/vinnustaða. Þétta byggð raunverulega ekki byggja úthverfi í miðborg. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið allt utan fáeinna bletta.
- Hafa færri hraðahindranir fyrir strætó. Hoss í vögnum er óþægilegt. Nota umferðareftirlit til að stjórna ökuhraða. 2 fyrir höfuðborgarsvæðið.
Þriðji hlutinn beinist að ráðstöfunum sem færa strætó samkeppnisforskot miðað við umferð einkabíla. Hér á eftir er mín upptalning á ráðstöfunum með skýringum og einkunn fyrir ástandið í dag á skalanum 0-10.
- Hafa forgangsakreinar fyrir strætó/leigubíla/reiðhjól. Skapar greiðari umferð fyrir þessi farartæki heldur en einkabíla. 4 fyrir Reykjavík vestan Elliðaáa, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Láta notendur bílastæða borga fyrir notkunina. 700.000 bílastæði höfuðborgarsvæðisins eru sannarlega ekki ókeypis. "There is no free lunch" eins og frjálshyggjumenn segja! 8 fyrir Reykjavík miðbæ, 3 fyrir Landspítalann, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Hafa gjaldskyldu á notkun vega. Notandi borgi í hlutfalli við notkun. 10 Hvalfjarðargöng, 0 höfuðborgarsvæðið allt.
- Minnka umferðarrýmd fyrir einkabílinn. Umferðarrýmd á höfuðborgarsvæðinu tekur öllu öðru fram á byggðu bóli vestan hafs og austan. Umferðarteppur eru óþekkt fyrirbæri í samanburði við aðrar borgir. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið allt.
- Fækka bílastæðum og taka gjöld til að koma á jafnvægi milli eftirspurnar og framboðs. Hærri gjöld þýðir minni eftirspurn. 4 fyrir bílastæðasjóð, 0 fyrir afgang höfuðborgarsvæðisins.
- Taka upp raunverulegt umferðareftirlit. Umferðareftirlit í dag er varla til hjá lögreglu. Sennilega rétt að reka það sem sjálfseignarstofnun sem fær lagaheimild til sektarálagningar fyrir öll umferðarlagabrot og ræki sig á sektum. 1 fyrir umferðareftirlit dagsins í dag.
![]() |
150% fjölgun farþega strætó á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | 24.7.2009 | 12:02 (breytt 30.12.2010 kl. 21:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 24. júlí 2009
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu