Opnum Kringluna fyrir gegnumakstri bíla

Það er óþolandi að þurfa að paufast Kringluna á enda gangandi þegar maður getur ekið. Ef maður labbar af bílastæðinu og fer fram og tilbaka uppi og niðri í Kringlunni er maður búinn að ganga hátt í 2 km. Þetta er óþolandi!

Það er tími til komin að það verði lagður almennilegur akvegur í gegnum Kringluna þannig að maður geti notið mannlífsins og skoðað í búðarglugga útum bílgluggann!

Maður lætur sko ekki bjóða sér svona rölt í miðbænum. Ef maður legði bílnum uppi við Hallgrímskirkju og labbaði niður á Laugaveg væri heilir 400 m þangað niður eftir, 500 m að Snorrabraut og 800 m í Lækjargötu. Nei maður lætur nú ekki bjóða sér hvað sem er. Svona líkamsrækt á maður bara að stunda á líkamsræktarstöðvum.

Og nú ætla menn að loka Laugaveginum dagspart á laugardegi. Hvar á ég að njóta mannlífs útum bílgluggann minn? Það sést ekki kvikindi á gangi nein staðar í borginni. Á ég bara að njóta bílalífs á Miklubrautinni?


mbl.is Annar hver bílstjóri á Laugaveginum á erindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2009

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband