Tími til kominn að fasteignaverð lækki

Það hefur orðið hrun á Íslandi og tími til kominn að fasteignaverð lækki á landinu í samræmi við það. Í öðrum löndum lækkar fasteignaverð um leið og bólan springur og eftirspurnin eftir fasteignum minnkar. Hér á landi lækkar nafnverð fasteigna lítið sem ekkert en raunverð fasteigna rýrnar með verðbólgunni.

Afleiðingin er að við sitjum uppi með frosinn fasteignamarkað til margra ára meðan beðið er eftir að fasteignaverðið nái markaðsverði í samræmi við eftirspurn. Með þessu áframhaldi fer markaðurinn ekki að taka við sér fyrr en eftir tvö þegar verðið verður búið að rýrna um önnur 20% vegna verðbólgunnar. 

Hversvegna gilda ekki markaðslögmál á þessu landi líkt og í öðrum löndum í kringum okkur? Það væri gaman að fá innlegg frá einhverjum spekingi um það. Mig grunar að hátt hlutfall verðtryggðra lána komi þar við sögu. Einnig hlýtur óvissan sem ríkir í efnahagsmálum að eiga ríkan þátt í frosnum fasteignamarkaði.

Hagsmunaaðilar í fasteignabransanum hafa eins og venjulega reynt að berjast gegn markaðslögmálunum með því að kjafta upp verð á fasteignum.

Vonandi fer nú að koma að eðlilegri nafnverðslækkun fasteigna. Það verður sársaukafullt fyrir alla að horfast í augu staðreyndir en nauðsynlegt eigi að síður.


mbl.is Verðbólgan mælist 6,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband