Sturtan stífluð

Um daginn var rennslið niður í baðkarið aftur farið að stíflast. Andskotinn, hugsaði ég.

Baðkarið er mest notað sem sturta og því kemur óhjákvæmilega hár og sest í niðurfallið og stíflar það á endanum þótt það sé með sigti til að taka hárið. Á heimilinu eru núna 6 stelpur og eins og lög gera ráð fyrir eru þær með sítt hár.

Til að losa stífluna hef ég venjulega skrúfað sundur vatnslásinn, sem er frekar óþrifalegt verk og  vegna leti vill það dragast.

En neyðin kennir naktri konu að spinna og lötum eiginmanni að vinna.

Mér datt í hug hvort konan ætti ekki háreyðingarkrem sem ég mætti nota. Jú jú sagði hún og leit á mig eins og ég væri orðinn gaga. Það var til gamalt háreyðingakrem í úðabrúsa. Það má ekki vera lengur en 6 mínútur á húð, inniheldur bæði kalíumhýdroxíð og háreyðingarefnið kalíum thioglycolate. Ég stakk sogröri í stútinn á úðabrúsanum, rak rörið á bólakaf í tappann í vatnslásnum og úðaði þar til ekki tók meira við en þá var kremið búið. Síðan var beðið í um klukkutíma og skolað niður með kröftugri bunu eftir að sturtuhausinn var tekin af.

Huxflux, stíflan farin, einum brúsa færra í baðskápnum, ánægðar stelpur daginn eftir og enn ánægðari eiginmaður. Nú getur hann einbeitt sér að einhverju skemmtilegu eins og að setja aurhlíf á framhjólið á Gary Fisher hjólinu.

Hvernig virkar þetta svo. Í hárinu er keratin fjölliða. Thioglycolat háreyðingarefnið brýtur niður tvítengi mili brennsteinsatoma í keratíninu og veikir þannig byggingu þess en tvítengin gera keratínsameindina mjög stöðuga. Vítissódin, kalíumhýdroxíð, hjálpar til með því að éta upp fituna í tappanum og breyta henni í sápu og með því að æta upp önnur lífræn efni.

Það er samt hæpið að það borgi sig að kaupa háreyðingarefni sérstaklega til þess að losa stíflur.Það er rándýrt. En ef maður á gamlan ónotaðan brúsa er þetta góð leið til að farga honum.

Bloggfærslur 28. janúar 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband