Aurhlíf fest á gaffal með dempara

Á veturna er tjörudrullan á höfuðborgarsvæðinu hvimleið fyrir reiðhjólamenn eins og fleiri vegfarendur.  Til að minnka drulluausturinn og bleytuna er nauðsynlegt að hafa góðar aurhlífar eða bretti á hjólunum.

Gamla aurhlífin

Nýja aurhlífinFjallahjólið mitt er ekki með festingar að framan fyrir aurhlífar enda með dempara að framan. Ég var lengi vel með aurhlíf sem festist upp í stýrispípuna og gaf alls ekki nógu góða vörn eins og sjá má á myndinni.

Núna um daginn lét ég loksins verða af því að festa almennilega aurhlíf og bætti drullusokk við að neðan.

Það er ekkert skrúfugat til að festa aurhlífina. Þó að sennilega væri í lagi að bora gat fyrir skrúfu í "gaffalbrúnna" vildi ég ekki hætta á það og brá því á það ráð að festa aurhlífina með bendlaböndum. Aurhlífin er úr harðplasti og auðvelt að bora í gegnum hana fyrir bendlaböndunum. Bendlabönd eru ódýr, sterk og endingargóð og ótrúlega nytsöm.

Eitt sem þarf að passa sérstaklega með V-bremsur er að aurhlífin hindri ekki hreyfingu bremsunnar. Hér liggur hún undir bremsunni.

Bendlabönd að aftan Hér til hliðar sést festingin að aftan. Uppi er gamla festingin fyrir gömlu aurhlífina.

Festing að neðanÖðru megin á gafflinum er hægt að festa í skrúfugat fyrir diskabremsu. Gott er að eiga úrval af skífum og ryðfríum skrúfum í mismunandi lengdum sem fást í byggingarvöru- eða vélaverslunum.

Hinum megin á gafflinum er ekkert skrúfugat og þar er hlífin fest í hosuklemmu af passlegri stærð sem festist utanum gaffalinn.Hosuklemma

Drullusokkur

Drullusokkurinn er síðan punkturinn yfir i-ið. Hann er klipptur til úr gömlu afgangsdekki og festur við aurhlífina með bendlabandi.

Sennilega má drullusokkurinn samt vera breiðari og jafnvel aðeins síðari.

 

Drullusokkur festur við

 

 

Þetta hefur reynst ágætlega og gefur miklu betri vörn fyrir bleytu og drullu.

Maður hefði auðvitað átt að vera búin að gera þetta fyrir löngu síðan. Smile


Bloggfærslur 15. febrúar 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband