Hvað er á seyði við Nauthólsveg?

Byrjun á merkingu Við hin nýja Nauthólsveg, sem áður hét Hlíðarfótur, er eitthvað skrítið á seyði sem ekki hefur sést á Íslandi áður. Þar eru merktar á veginn til og frá Valssvæðinu stöðvunarlínur fyrir reiðhjól sem ná fram fyrir stöðvunarlínur fyrir bíla.

Á 1. myndinni er upphaf merkingarinnar þegar maður nálgast gatnamótin. Merkingin stefnir beint yfir götuna.

Þegar komið er að gatnamótunum sést að stöðvunarlína fyrir hjól liggur framar en stöðvunarlína fyrir bíla. Samanber 2. mynd.

GatnamótinÞað er eins og gert sé ráð fyrir að þetta sé hjólaleið sem liggi í gegnum Valssvæðið og að gert sér ráð fyrir að hjólað sé á götunni. Spurning er hvort málaðir verði hjólavísar á götuna eins og á Suðurgötu og Einarsnesi.

Hvernig á að leiða hjólreiðamenn í gegnum Valssvæðið er samt nokkuð óljóst. Útaf svæðinu hinum megin þarf að fara upp á gangstétt við Valshúsið og framhjá því og í gegnum grindverk. Það þýðir að það má ekki vera hlið á grindverkinu (3. mynd) og ekki virðist gert ráð fyrir hjólaumferð þar í gegn í hönnun gangstéttanna. Grindverk hjá Val

Sérkennilegt er að hafa biðskyldu handan við gangbraut í stað þess að hafa biðskyldumerki og línu framan við gangbrautina (4. mynd). Bílar eiga því að stöðva ofan á gangbrautinni í stað þess að vera fyrir framan hana. Getur einhver útskýrt hversvegna þetta er haft svona?

Biðskylda á gangbraut

 

Hjólreiðamenn sem hjóla á götunni ættu samt að athuga vel sinn gang ef þeir ætla að beygja til vinstri frá HR í átt að Hringbraut.

Þar ættu þeir ekki að taka sér stöðu í í hjólreiðamerkingunni heldur vera á akrein vinstra megin við hjólamerkingu. Sú akrein er bæði beygjurein til vinstri og rein til að halda beint áfram að Valssvæðinu. Eins og sjá má á 5. mynd eru gatnamótin nokkuð flókin. HR og Loftleiðir er til hægri, Valur til vinstri, vegurinn að Hringbraut niður og að Bústaðavegi upp. Þarna sjást stuttu reinarnar fyrir hjól koma frá vinstri og frá hægri.

Nautholsvegur gatnamot

 

Nauthólsvegur hentar í sjálfu sér sæmilega til hjólreiða.

Akreinar á svæðinu eru 3,5 m á breidd að jafnaði en 4,5 m breiðar þar sem eru miðeyjar. Bílar eiga að komast framhjá reiðhjólamanni á 4,5 m, enda geta þeir ekki farið yfir miðlínu þar. Þar sem eru 3,5 m akreinar geta bílar farið yfir miðlínu/akreinalínu þegar þeir fara framúr. Ég ímynda mér að það ætti ekki að vera mikið vandamál vegna þess að umferðarstraumurinn á annatíma liggur mest í eina átt og því verði ekki margir bíla sem koma á móti. Að hjóla á götunni ætti því að geta gengið ágætlega.

Í drög að "Flokkun gatna til hjólreiða" sem ég hef verið að vinna að flokkast gatan samt í D. flokk sem er 4. flokkur að þægindastigi fyrir hjólreiðar af 6 flokkum:

D. flokkur. Minna þægileg til hjólreiða (einkum á annatíma). Ökuhraði um 50 km. Breidd götu leyfir ekki framúrakstur bíla án þess að þeir fari yfir miðlínu og umferð er nokkuð þétt. Akrein 3,5 m breið.

Þetta er sett fram með fyrirvara um að þetta er ekki endanlegt flokkunarkerfi og að gatan er í raun ekki fullkláruð. Það er til dæmis ekki ljóst hver ökuhraði verður. Við 30 km hraða mundi vegurinn t.d. færast upp í B. flokk.

Ef einhver veit hvað planið er hjá borginni þarna væri gaman að fá innlegg.

 

p.s. Athugið, hægt er að  smella á myndirnar tvisvar sinnum og stækka þær við hvern smell.


Bloggfærslur 20. febrúar 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband