Gott dæmi um það sem vel er gert

Rekstur Slysavarnarskólans kostar 61,2 milljónir kr. á ári segir í tilkynningu samgönguráðuneytis.

Eins og margir íslendingar fylgdist maður með slysafregnum á sjó með sorg í hjarta þegar íslenskir sjómenn drukknuðu eða slösuðust í vinnuslysum oft á ári hér áður fyrr. Þótt ég hafi engar tölur haldbærar hefur maður það á tilfinningunni að vinnu- og sjóslys séu miklu fátíðari en áður var.

Hvað skyldi þessi skóli hafa skilað miklu til baka í færri slysum á sjó? Hvað skyldi það gera í krónum og aurum og ekki síður í færri munaðarlausum börnum og ekkjum?

Þó ekki sé hægt að þakka Slysavarnarskólanum einum fyrir þennan árangur finnst mér hann vera gott dæmi um það þegar peningunum er vel varið af hálfu hins opinbera og þeir skila sér margfalt til baka.


mbl.is Samið um Slysavarnaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægjulegur áhugi en oft er gott að leita leiðsagnar

Það má til dæmis benda á að hjá þeim vantar tillögu um aukningu hjólreiða og göngu í samgöngum borgarbúa og íbúum höfuðborgarsvæðisins.

Það er líka hæpið að halda að notkun íblöndunarefna í bensíni hafi nokkuð að segja fyrir losun gróðurhúsalofttegunda eða mengun í borginni. Íblöndunarefni eins og alkóhól í bensín hafa ekkert að segja og er sennilega öngstræti í leit að endurnýjanlegum orkugjöfum.

Það þarf að efla almenningssamgöngur en það verður ekki gert með því að gera þær ódýrari þar sem dagleg notkun strætó er í dag sennilega ein ódýrasta þjónusta almenningssamgangna sem finna má á Norðurlöndum. Miklu frekar þarf að hækka fargjöld. Eins og ungir framsóknarmenn segja þarf að bæta þjónustunetið og einnig að auka tíðni ferða.

Innleiðing léttlesta á fjölförnum leiðum er því miður bara draumórar eins og er.

Í ályktunina vantar síðan það sem skiptir mestu máli varðandi samgöngur og að auka hlutdeild visthæfra samgangna. Það er að snúa við blaðinu hvað varða öfuga hagræna hvata til notkunar einkabíla í borginni og landinu öllu.

Með öðrum orðum þarf að minnka og helst að hætta alveg að niðurgreiða notkun einkabíla á landinu. Bara niðurgreiðslur vegna bílastæða á höfuðborgarsvæðinu er 2-3 sinnum sú upphæð sem sveitarfélögin hér eyða í niðurgreiðslur á rekstri strætó. Aðrar niðurgreiðslur með bílum eru vanskattlagning bifreiðastyrkja og bifreiðahlunninda og kostnaður við uppbyggingu og rekstur umferðarmannvirkja sem umfram er skattlagningu með vöru- og eldsneytisgjöldum á bíla og eldsneyti.


mbl.is Endurnýjanleg orkuborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband