Bull og vitleysa?

Eins og oft þegar fjölmiðlar fjalla um niðurstöðu úr vísindarannsóknum er umfjöllunin mjög skrítinn. Ef maður borðar sem svarar tveimur dökkum súkkulaði molum á dag minnkar hættan á hjartaáfalli eða heilablóðfalli um heil 39%! Þvílíkt undralyf ef satt væri. Ég efast um að lyfjaiðnaðurinn gæti ná viðlíka árangri.

Hvað gerist ef maður borðar fjóra dökka mola á dag? Eða 10 bláber? Eða 7 jarðarber? Finnst mönnum líklegt að það sé orsakasamband á milli tveggja suðusúkkulaði mola og að líkur á hjartaáfalli sé 39% minni? Ég held það sé mjög ólíklegt. Ég held að fólk sem borðar tvo dökka mola á dag sé mjög óvenjulegt og hófstillt fólk og hugsanlega geti verið einhver tenging milli þannig fólks og minni hættu á áföllum í hjarta eða heila en að suðusúkkulaðið orsaki þetta held ég að sé bara bull.

En ef menn vilja fara eftir þessu með páskaeggið þá skuli menn gæta þess að fá sér suðusúkkulaði páskaegg og ekki éta meira en sem nemur 2 molum eða 6 g. á dag. Páskaegg sem er 250 g. dugar þá í 41 dag. Menn klára það þá bara um hvítasunnuna.


mbl.is Páskaegg góð fyrir heilsuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband