Um daginn þegar ég fór niður í bæ ætlaði ég á gleðskap i klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins vegna þess að endurbótum á efri hæð hússins var lokið. Því miður var hætt við og gleymdist að láta mig vita.
Úr því ég var komin niður í bæ ákvað ég að kíkja á kaffihús. Fór austurúr eftir Vesturgötu og niður í Kvosina. Þar rakst ég á Gísla hjólamann sem stofnaði ÍFHK með Magnúsi Bergssyni. Hann var á leiðinni í klúbbhúsið að gera við. Við spjölluðum saman um færðina og hjólreiðarnar nokkra stund. Héldum síðan í gagnstæða átt.
Hélt áfram í grænt te í Mál og Menningu á Skólavörðustíg. Þar hitti ég fyrir gamla (ehh. unga) bekkjarsystur úr líffræðinni með dóttur sinni. Þær voru á bæjarrölti. Hef ekki hitt hana lengi.
Það er svona. Þegar maður heldur að eitthvað sé misheppnað þá gerist eitthvað skemmtilegt og óvænt. Það er að vísu meiri líkur á að hitta lifandi fólk sem maður getur átt samskipti við því nær sem maður er miðbænum. Þótt oft geti verið gaman að spjalla við bílstjóra á ljósum þegar maður er á hjóli eru alltof fáir sem gefa sig á tal við mann þannig. Maður kann ekki alveg við að banka á gluggann hjá þeim en kannski ætti maður að gera það?
Ég fer oftar um austurhluta borgarinnar á leið til og frá Mosfellsbæ og heim á Kársnes. Oft hef ég veifað hjólreiðamönnum hinum megin á Vesturlandsveginum en það er óhægt um vik að hjóla yfir fjórar akreinar og miðeyju til að tala við fólk á leiðina í gagnstæða átt. Kannski dálítið "nöttað" líka. Það eru örugglega einhverjir á sömu leið og ég en þeir eru líka á svipuðum hraða þannig að líkurnar á að sjá þá eru ekki miklar. Það gerðist samt um daginn að ég hitti konu á Stórhöfða (þ.e. götunni ekki veðurathugunarstöðinni) sem var að koma frá MATÍS sem er nýflutt á Vínlandsleið. Það var hálfgerður stormur og ég með þennan fína meðvind þannig að ég náði henni. Við fylgðumst að þar til leiðir skildu í Elliðaárdal. Það var mjög skemmtilegt að ræða við þessa ágætu hjólakonu.
Það er um að gera þegar maður er á ferð, að spjalla við þá sem maður hittir. Það gerir lífið svo miklu skemmtilegra. Maður á að minnsta kosti að nikka, veifa eða segja góðan daginn við samferðamenn sína sem maður hittir á förnum vegi.
Hjólreiðar | 13.4.2010 | 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 13. apríl 2010
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu