Hjólreiðar eru félagslegar

Um daginn þegar ég fór niður í bæ ætlaði ég á gleðskap i klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins vegna þess að endurbótum á efri hæð hússins var lokið. Því miður var hætt við og gleymdist að láta mig vita.

Úr því ég var komin niður í bæ ákvað ég að kíkja á kaffihús. Fór austurúr eftir Vesturgötu og niður í Kvosina. Þar rakst ég á Gísla hjólamann sem stofnaði ÍFHK með Magnúsi Bergssyni. Hann var á leiðinni í klúbbhúsið að gera við. Við spjölluðum saman um færðina og hjólreiðarnar nokkra stund. Héldum síðan í gagnstæða átt.

Hélt áfram í grænt te í Mál og Menningu á Skólavörðustíg. Þar hitti ég fyrir gamla (ehh. unga) bekkjarsystur úr líffræðinni með dóttur sinni. Þær voru á bæjarrölti. Hef ekki hitt hana lengi.

Það er svona. Þegar maður heldur að eitthvað sé misheppnað þá gerist eitthvað skemmtilegt og óvænt. Það er að vísu meiri líkur á að hitta lifandi fólk sem maður getur átt samskipti við því nær sem maður er miðbænum. Þótt oft geti verið gaman að spjalla við bílstjóra á ljósum þegar maður er á hjóli eru alltof fáir sem gefa sig á tal við mann þannig. Maður kann ekki alveg við að banka á gluggann hjá þeim en kannski ætti maður að gera það?

Ég fer oftar um austurhluta borgarinnar á leið til og frá Mosfellsbæ og heim  á Kársnes. Oft hef ég veifað hjólreiðamönnum hinum megin á Vesturlandsveginum en það er óhægt um vik að hjóla yfir fjórar akreinar og miðeyju til að tala við fólk á leiðina í gagnstæða átt. Kannski dálítið "nöttað" líka. Það eru örugglega einhverjir á sömu leið og ég en þeir eru líka á svipuðum hraða þannig að líkurnar á að sjá þá eru ekki miklar. Það gerðist samt um daginn að ég hitti konu á Stórhöfða (þ.e. götunni ekki veðurathugunarstöðinni) sem var að koma frá MATÍS sem er nýflutt á Vínlandsleið. Það var hálfgerður stormur og ég með þennan fína meðvind þannig að ég náði henni. Við fylgðumst að þar til leiðir skildu í Elliðaárdal. Það var mjög skemmtilegt að ræða við þessa ágætu hjólakonu.

Það er um að gera þegar maður er á ferð, að spjalla við þá sem maður hittir. Það gerir lífið svo miklu skemmtilegra. Maður á að minnsta kosti að nikka, veifa eða segja góðan daginn við samferðamenn sína sem maður hittir á förnum vegi.


Bloggfærslur 13. apríl 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband