Er þetta kínverska eða hvað?

„Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða  króna  láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. "

Er árið ennþá 2007. Hvað merkir þetta bull; „endurhverf viðskipti", „handveð", „skuldatryggingu vegna 8 milljarðar króna láns"? Ég er viss um að það sé til íslenska yfir þetta. Það hefði einhver þurft að segja Guðrúnu að það yrði henni ekki til framdráttar að skrifa þennan texta. Hún virðist gjörspillt og ekki vill maður sjá hana komast til áhrifa í borginni með þetta á bakinu og fyrirtæki sem heitir „Miðbæjareignir".

Mbl.is hefði síðan átt að búa til frétt þar sem bakgrunnur málsins er útlistaður og bullið þýtt yfir á mannamál úr þessu fjármálamandarín ársins 2007.


mbl.is Segir sig af lista Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband