Hjólað í vinnuna í Mosfellsbæ

Vegalengdir eru stuttar í Mosfellsbæ

Oft heyrist í umræðu á Íslandi talað um að bæir séu svo dreifðir að það þýði ekkert annað en að nota bílinn. En er svo í raun? Er þetta kannski bara en ein afsökun landans fyrir eigin leti?
 
Á kortinu hér að neðan hefur verið dreginn hringur með radíus (geisla) 1,6 km. Hjólreiðamaður er um 6 min. að hjóla þann radíus eftir götum eða stígum. Gangandi vegfarandi er um 15 min að ganga það sama. Nánast allur Mosfellsbær rúmast innan smá hrings þar sem tekur um 6 min að hjóla í Kjarna. Ef bætt er 4 min. við er allt þéttbýli bæjarins innan hrings sem tekur minna en 10 min að hjóla inn að miðju. Vegalengdir eru greinilega ekki farartálmi innan Mosfellsbæjar. Bærinn er þéttvaxinn og mátulega stór fyrir reiðhjól og göngu.
 
Mosfellsbær 6 min á hjóli

 

 

 

 

 

 

 

Strætó er góður valkostur

Þjónusta strætó við Mosfellsbæingar er mjög góð. Á annatíma er leið 15 á kortersfresti og leið vagnsins liggur meðfram helstu skiptistöðvum og stórum vinnustöðum í Reykjavík. Ef þú vinnur niðri í bæ, eða átt heima niðrí bæ og vinnur í Mosfellsbæ, getur þú tekið strætó og verið með í Hjólað í vinnunna og lagt þínum vinnustað lið og jafnframt sparað bensín og aukið hreyfingu þína. 

Leið 15 er t.d. ekki nema 27 min. niður á Landsspítala frá Kjarna í Mosfellsbæ. Ennþá fljótari er maður ef skipt er yfir í leið 6 í Ártúni en þá tekur þessi ferð 22 min.

http://www.straeto.is/leidakerfi/leid15/

http://www.straeto.is/media/leidarkerfi/kort/kort12008/G15.pdf

Hjólað í vinnuna er frábært tækifæri

Taktu þátt í Hjólað í vinnuna á þínum vinnustað og bættu heilsuna og taktu upp hollari lífsstíl og bættu umhverfið í kringum þig.
Færri bílar í umferðinni þýða minni hættu fyrir börnin á leið í skólann.
Mosfellsbær stóð sig vel í lífshlaupinu. Nú er komin tími til að toppa hina bæina í  Hjólað í vinnuna.
 
Nánar á vef verkefnisins:

Bloggfærslur 4. maí 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband