Bílar og hjól - í sátt og samlyndi

Í bæklingnum Hjólreiðar - frábær ferðamáti sem Fjallahjólaklúbburinn gaf út í tengslum við Hjólað í vinnuna birtust margar góðar greinar. Þar á meðal ein sem útskýrir fyrir bílstjórum hegðun hjólreiðamanna og fræðir þá um hvernig þeir geta best hagað samskiptum við hjólreiðamenn í umferðinni og hvaða hættur ber að varast. Bæklinginn í heild má lesa frítt á heimasíðu Fjallahjólaklúbbsins í tenglinum hér að ofan.

Borgartun

 

 

 

 

 

 

 

Ekið framúr hjólreiðamanni sem er í víkjandi stöðu í Borgartúni.

Þar sem gott getur verið að dreifa þessari grein til bílstjóra og láta hana liggja frammi er hérna fyrir neðan birt pdf útgáfa af greininni sem menn geta prentað út eða dreift með öðrum hætti. Ef hún er send í tölvupósti ætti að geta heimildar:

Hjólhesturinn 19. árg. 2. tbl. maí 2010. Hjólreiðar - frábær ferðamáti. Bílar og hjól - í sátt og samlyndi. Árni Davíðsson 2010


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hjólað úr Mosfellsbæ í Hafnarfjörð um Vatnsenda

Hjólað frá Hlíðartúnshverfi í Mosfellsbæ til Setbergslands í Hafnarfirði um Vatnsenda í Kópavogi. Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd.

Mos Hafnarfjordur

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 105 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur því 53 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

 

Þessi ferð:
Vegalengd: 21.2 km
Meðalhraði: 25,7 km/klst
Ferðatími: 49:30 mínútur
Hámarkshraði: 50.6 km/klst
Vindur: Með og mótvindur
Úrkoma: Þurrt


Bloggfærslur 3. júní 2010

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband