Frumvarp til laga um fjölgun umferðarslysa?

Nýlega lögðu 6 þingmenn fram frumvarp um að leyfa hægri beygja á móti rauðu ljósi. Þetta eru þingmennirnir Árni Johnsen, Björgvin G. Sigurðsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Pétur H. Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson.

Samskonar frumvarp hefur marg oft verið lagt fram og alltaf hafnað. Hægt er að skoða umsagnir við frumvörpin með því að velja "Þingskjal", "Ferill málsins" og síðan "Innsend erindi". Flestir umsagnaraðilar sem mark er á takandi hafa lagst gegn þessum frumvörpum vegna þess að líklegt er að þessi breyting myndi fjölga umferðarslysum, eignatjónum á bílum og meiðslum gangandi og hjólenda vegaferenda. Það hafa niðurstöður bent til þar sem þessi breyting hefur verið skoðuð.

Athygli bílstjóra sem beygir til hægri er jafnan á umferð sem kemur frá vinstri og honum hættir því til að taka ekki eftir gangandi og hjólandi á gangbraut sem er hægra megin við hann. Ef þar er gangbrautarljós eru vegfarendur þar á grænu ljósi og búast ekki við umferð úr þessari átt þegar þeir fara yfir.

Þetta er því sannkallað frumvarp um fjölgun umferðarslysa fyrir lítin ávinning því oftast nær myndi þetta aðeins hleypa einum bíl fram í hægri beygju en síðan kæmi annar sem ætlar beint áfram og hindrar þá aðra fyrir aftan að taka samskonar beygju. Tímasparnaður yrði hverfandi og hann yrði keyptur með fjölgun umferðarslysa.

Það læðist að manni sá grunur að ofantaldir þingmenn hafi litla von um brautargengi frumvarpsins en eru fyrst og fremst að slá sig til riddara í augum sumra kjósenda. Væri tíma Alþingis betur varið eftir hrun í eitthvað annað en að flytja aftur og  aftur sama frumvarpið sem hefur hlotið neikvæðar umsagnir í þeirri von að einhvern tímann sofni menn á verðinum og gleymi að andmæla vitl.. úr þingsölum?


Bloggfærslur 11. janúar 2011

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband