Áhugavert verkefni en margt annað þarf að skoða

Ég er lestarfikill en ég veit að það eitt að láta tóma neðanjarðarlest ferðast milli stöðva mun ekki breyta miklu í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki hægt að rekar neðanjarðarlest hér nema að gera miklar breytingar ofan jarðar sem ég held að almenningur og stjórnmálamenn séu ekki tilbúnir til að gera. Þær breytingar má eins gera fyrir strætó eða þá ofanjarðarlest ef út í það er farið.

Strætó er besta lausnin. Til að bæta samkeppnisstöðu strætó má fara ýmsar leiðir. Strætóhópur samtaka um bíllausan lífsstíl hafa lagt til  þessa framtíðarsýn um strætó í almannaþjónustu.

Það verður ekki gengið lengra í að niðurgreiða fargjöld í strætó. Fargjöld með strætó eru hér mun lægri en í nágrannalöndunum og þjónustan á annatíma er sambærileg í flestum hverfum og í sambærilegum hverfum í nágrannalöndum okkar.

Samgöngusamningar á vinnustöðum þar sem mönnum eru greiddir samgöngustyrkir fyrir að koma ekki á bíl í vinnuna og spara þar með bílastæði fyrir launagreiðandann er góð leið til að minnka notkun einkabíla og auka notkun strætó, hjólreiða og göngu.

Önnur leið er að draga úr niðurgreiðslum með notkun einkabíla t.d. að:

  • minnka hvata í skattkerfinu til notkunar einkabíla,
  • taka raungjald fyrir notkun bílastæða
  • taka raungjald fyrir notkun vega
  • verðleggja land miðað við markaðsverð, land undir vegum og bílastæðum sé ekki undanþegið sanngjarnri lóðarleigu.

Upphaflegur titill á færslu: "Því miður ekki heil brú í þessu"
mbl.is Kanna hagkvæmni jarðlestakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2011

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband