Sjálfbær án íhlutunar mannsins

Grasflatir borgarinnar þurfa mikið viðhald til að vera í því ástandi sem sumir íbúar vilja hafa á þeim. Það þarf að slá þær oft yfir sumarið og því fylgir mikill hávaði og mengun frá sláttutækjum. Sú vinna sem þarna er innt af hendi væri sennilega betur varið í eitthvað skynsamlegra eins og t.d. ræktun skjólbelta og skjólskóga í borginni.

Sveitarfélögin hafa hin síðustu ár verið að taka inn æ fleiri gróðurbrletti og byrja að slá þá þvert yfir í stað þess að reyna að halda gróðurfari á þeim náttúrulegu. Til dæmis hafa ýmsar mýrar verið ræstar fram og slegnar og gróðurfari þeirra breytt alveg án ástæðu. Ef hægt er að hafa annað gróðurfar á þessum túnum er það bara til bóta.

Endurheimta mætti votlend á nokkrum stöðum og láta það síðan þróast sjálft. Eins mætti rækta skjólskóga á stórum spildum til að draga úr vindi á útivistarsvæðum. Marga þurrlendisbletti má láta alveg í friði og láta náttúrulega framvindu hafa sinn gang. Það vill svo til að náttúrulegt gróðurfar í kringum höfuðborgarsvæðið er í hraðri sókn eftir að beit var hætt og ekki er að sjá að við þurfum að sinna þeim gróðri mikið. Hann sér alveg um sig sjálfur og kostar ekki kr. á hektarann í viðhaldi.

þar sem við viljum stunda trjárækt getum við gert  það með aðferðum framvindunnar. Byrjað með öspum og greni og ræktað seinvaxnari og langlífari tegundir í skjóli þeirra og síðan grisjað og höggið hinar skjótvaxnari. Draga má úr viðhaldi með því að gróðursetja runna undir trén sem halda undirlaginu lausu við illgresi.


mbl.is Vilja minnka tún í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg vinnubrögð lögreglu og borgar

Borgarinnar, vegna þess að hún virðist oft fara fram úr sér í breytingum sem þurfa samþykki lögreglu. Þetta er alls ekki fyrsta dæmið í þessa veru.

Lögreglu, vegna þess að hún virðist telja það á verksviði sínu að hlutast til um hönnun umferðarmannvirkja og hafa skoðanir sem virðast ná út fyrir hennar verksvið samkvæmt umferðalögum.

Þetta virðist vera hluti af valdabaráttu milli borgarinnar og lögreglunnar sem kemur illa út fyrir vegfarendur og borgarbúa.

Hvernig væri ef þau myndu setjast niður og ræða málin eða hafa með sér samráðsvettvang?


mbl.is Bann án viðurlaga á Suðurgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2011

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Okt. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband