Um daginn var rennslið niður í baðkarið aftur farið að stíflast. Andskotinn, hugsaði ég.
Baðkarið er mest notað sem sturta og því kemur óhjákvæmilega hár og sest í niðurfallið og stíflar það á endanum þótt það sé með sigti til að taka hárið. Á heimilinu eru núna 6 stelpur og eins og lög gera ráð fyrir eru þær með sítt hár.
Til að losa stífluna hef ég venjulega skrúfað sundur vatnslásinn, sem er frekar óþrifalegt verk og vegna leti vill það dragast.
En neyðin kennir naktri konu að spinna og lötum eiginmanni að vinna.
Mér datt í hug hvort konan ætti ekki háreyðingarkrem sem ég mætti nota. Jú jú sagði hún og leit á mig eins og ég væri orðinn gaga. Það var til gamalt háreyðingakrem í úðabrúsa. Það má ekki vera lengur en 6 mínútur á húð, inniheldur bæði kalíumhýdroxíð og háreyðingarefnið kalíum thioglycolate. Ég stakk sogröri í stútinn á úðabrúsanum, rak rörið á bólakaf í tappann í vatnslásnum og úðaði þar til ekki tók meira við en þá var kremið búið. Síðan var beðið í um klukkutíma og skolað niður með kröftugri bunu eftir að sturtuhausinn var tekin af.Huxflux, stíflan farin, einum brúsa færra í baðskápnum, ánægðar stelpur daginn eftir og enn ánægðari eiginmaður. Nú getur hann einbeitt sér að einhverju skemmtilegu eins og að setja aurhlíf á framhjólið á Gary Fisher hjólinu.
Hvernig virkar þetta svo. Í hárinu er keratin fjölliða. Thioglycolat háreyðingarefnið brýtur niður tvítengi mili brennsteinsatoma í keratíninu og veikir þannig byggingu þess en tvítengin gera keratínsameindina mjög stöðuga. Vítissódin, kalíumhýdroxíð, hjálpar til með því að éta upp fituna í tappanum og breyta henni í sápu og með því að æta upp önnur lífræn efni.
Það er samt hæpið að það borgi sig að kaupa háreyðingarefni sérstaklega til þess að losa stíflur.Það er rándýrt. En ef maður á gamlan ónotaðan brúsa er þetta góð leið til að farga honum.Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spaugilegt, Tölvur og tækni, Umhverfismál | 28.1.2010 | 16:55 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Hvað um gamaldags drullusokk? Gerir hann ekkert gagn í svona aðstæðum? Mig vantaði allt verkvit þegar ég flutti inn í fyrsta einbýlið og þurfti að sjá um öll svona mál sjálf. Þakrennurnar voru stíflaðar og ég fór og keypti stíflueyði. Gusaði því ofan í þakrennurnar og stíflan (lauf og mold) hvarf eins og dögg fyrir sólu. Næsta dag voru rennurnar hins vegar horfnar, þetta stuff var allt of sterkt fyrir blikkið.
Eftir það hafði ég vit á að bera vandamálið upp við starfsmenn búða sem selja svona stuff og dót. Lærði þannig að smíða, mála, múra og pípuleggja.
Hjóla-Hrönn, 29.1.2010 kl. 11:54
Kannski gerir hann það stundum. Það er bara svo óskaplega mikið af hárum í þessu hjá mér að mér hefur ekki þótt það duga.
Það er líka hægt að nota stíflueyði. Þá mundi ég nota vítissóda, natríum eða kalíum hydroxíð, frekar en brennisteinssýru, vegna þess að það tærir ekki steininn i frárennslinu. Það eru engar plastlagnir hjá mér, bara pottjárn og steinsteypa. Ég hef ekki séð sterkari vítíssóda en um 25% síðustu ár í búðum en það dugar nú sennilega ef það fær að liggja í vatnslásnum.
Var þetta sýra sem þú settir í rennurnar? Ég mundi alls ekki nota brennisteinssýru í stíflur því hún tærir bæði járn og stein. Því síður að blanda sýrunni saman við klór því þá verður til klórgas Cl2 sem hvarfast í lungunum og myndar saltsýru. Það getur valdið ævilöngum skaða eða verið banvænt. :|
Árni Davíðsson, 29.1.2010 kl. 21:49
Hvernig virkar drulluskokkurinn ("aurhlífin") á GFinum? Úr hverju bjóstu hann til og hvernig festirðu hann á? Áttu mynd?
kveðja að norðan,
jens
Jens Gíslason (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 13:38
Áhugavert :-)
Hef sjálfur notað drullusokk síðustu skiptin þegar létt stífla myndist í baðkerfinu
Hér er mynd og útskýring ( sem ég fann núna )
http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=4646
Morten Lange, 1.2.2010 kl. 21:04
"Vonandi" er lykilorðið í sambandi við drullusokka. Vandinn er að það er svo mikið af hárum að það kemst ekki upp í gegnum "ristina" í niðurfallinu á baðkarinu. Ef engin fyrirstaða eins og rist væri ofan eða neðan við "hártappann" væri þetta ekkert mál. Þá myndi drullusokkur redda þessu.
Jens. Ég ætla einmitt að taka myndir og setja þetta á bloggið við tækifæri. þetta er reyndar venjuleg aurhlíf sem er aðlöguð að gaflli með dempara.
Árni Davíðsson, 1.2.2010 kl. 22:48
Mig minnir að ég hafi verið með One Shot - bara eitthvað sem ég keypti í Byko án þess að hugsa mikið áður en ég vatt mér í viðhaldið....
En hehe, ég get sum sé hætt að ergja mig á útmignum salernum (3 karlkyns, 1 kvenkyns á mínu heimili), stelpum fylgir annars konar maus
Hjóla-Hrönn, 2.2.2010 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.