Ánægjulegur áhugi en oft er gott að leita leiðsagnar

Það má til dæmis benda á að hjá þeim vantar tillögu um aukningu hjólreiða og göngu í samgöngum borgarbúa og íbúum höfuðborgarsvæðisins.

Það er líka hæpið að halda að notkun íblöndunarefna í bensíni hafi nokkuð að segja fyrir losun gróðurhúsalofttegunda eða mengun í borginni. Íblöndunarefni eins og alkóhól í bensín hafa ekkert að segja og er sennilega öngstræti í leit að endurnýjanlegum orkugjöfum.

Það þarf að efla almenningssamgöngur en það verður ekki gert með því að gera þær ódýrari þar sem dagleg notkun strætó er í dag sennilega ein ódýrasta þjónusta almenningssamgangna sem finna má á Norðurlöndum. Miklu frekar þarf að hækka fargjöld. Eins og ungir framsóknarmenn segja þarf að bæta þjónustunetið og einnig að auka tíðni ferða.

Innleiðing léttlesta á fjölförnum leiðum er því miður bara draumórar eins og er.

Í ályktunina vantar síðan það sem skiptir mestu máli varðandi samgöngur og að auka hlutdeild visthæfra samgangna. Það er að snúa við blaðinu hvað varða öfuga hagræna hvata til notkunar einkabíla í borginni og landinu öllu.

Með öðrum orðum þarf að minnka og helst að hætta alveg að niðurgreiða notkun einkabíla á landinu. Bara niðurgreiðslur vegna bílastæða á höfuðborgarsvæðinu er 2-3 sinnum sú upphæð sem sveitarfélögin hér eyða í niðurgreiðslur á rekstri strætó. Aðrar niðurgreiðslur með bílum eru vanskattlagning bifreiðastyrkja og bifreiðahlunninda og kostnaður við uppbyggingu og rekstur umferðarmannvirkja sem umfram er skattlagningu með vöru- og eldsneytisgjöldum á bíla og eldsneyti.


mbl.is Endurnýjanleg orkuborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband