Gott dæmi um það sem vel er gert

Rekstur Slysavarnarskólans kostar 61,2 milljónir kr. á ári segir í tilkynningu samgönguráðuneytis.

Eins og margir íslendingar fylgdist maður með slysafregnum á sjó með sorg í hjarta þegar íslenskir sjómenn drukknuðu eða slösuðust í vinnuslysum oft á ári hér áður fyrr. Þótt ég hafi engar tölur haldbærar hefur maður það á tilfinningunni að vinnu- og sjóslys séu miklu fátíðari en áður var.

Hvað skyldi þessi skóli hafa skilað miklu til baka í færri slysum á sjó? Hvað skyldi það gera í krónum og aurum og ekki síður í færri munaðarlausum börnum og ekkjum?

Þó ekki sé hægt að þakka Slysavarnarskólanum einum fyrir þennan árangur finnst mér hann vera gott dæmi um það þegar peningunum er vel varið af hálfu hins opinbera og þeir skila sér margfalt til baka.


mbl.is Samið um Slysavarnaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Árni um gagnsemi Slysavarnaskólans. Hef sjálfur notið fræðslu skólans nokkrum sinnum og kann ekkert nema hrós um skólann,námsefnið og ekki síst það góða fólk sem hjá honum starfar. Áreiðanlega á skólinn sinn stóra þátt í þeirri ánægjulegu þróun, sem orðið hefur varðandi fækkun slysa á sjómönnum.

Þorskhaus (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband