Hjólreiðamenn eiga heima á götunum

Hjólreiðamenn eiga vel heima í umferðinni á Íslandi. Almennt séð ættu hjólreiðamenn að halda sig á götunum í íbúðarhverfum. Það er fyrst og fremst á stærri tengi, safn- eða stofnbrautum með þungri umferð á annatíma, sem ástæða getur verið til að flytja sig upp á gangstétt eða stíg. Þessar götur henta samt flestar vel til hjólreiða utan annatíma. Á götunum fara hjólreiðamenn hraðar yfir og eru öruggari en á gangstéttum og á mörgum blönduðum útivistarstígum.

Mikilvægt er að hjólreiðamaður staðsetji sig rétt á götunni. Í víkjandi stöðu um 1 m hægra megin við umferðarstraum en ekki nær hægri brún en hálfum m þegar óhætt er að hleypa umferð framúr. Í ríkjandi stöðu á miðri akrein (eða rétt hægra megin við miðju til að pirra ekki bílstjóra :) þegar ekki er óhætt að hleypa umferð framúr, t.d. við gatnamót og í þrengingum. Sýnt á mynd hér. Vikjandi Rikjandi

Bílstjórar eru mjög tillitsamir þegar hjólreiðamenn hegða sér eins og önnur ökutæki í umferðinni og það er sárasjaldan sem maður verður fyrir einhverju ónotum. Það er bara einn og einn sem ekki skilur þetta. Þá er bara að veifa honum og brosa. Sumir kalla líka á mann í einhverju gríni, það eru svo margir spaugarar til. Smile

Íslenskar akreinar eru ekki nema 3,5 m á breidd og því er ekki pláss fyrir bílstjóra til að taka framúr reiðhjóli innan akreinar og það getur vissulega verið óþægilegt. Bílstjóri á að taka framúr með minnst 1 m bili frá ysta hluta reiðhjólsins, stýrinu, en þægilegra er ef þetta bil er meira. Bílstjóri þarf því að fara yfir miðlínu eða akreinalínu til að fara framúr. Sumir bílstjórar virðast eiga bágt með þetta og vilja halda sig alveg á miðri akrein. Mér hefur reynst vel að færa mig utar í götuna til að sannfæra bílstjóra um að fara yfir miðlínuna í framúr akstri. Óæskilegt er að vera of nálægt ytri brún akbrautar því það hvetur bílstjóra til að vera innan akreinarinnar í framúrakstri og þá fara þeir óþægilega nálægt hjólreiðamanni. Það er líka slæmt vegna þess að bílstjórar taka síður eftir hjólreiðamanni alveg við brúnina heldur en ef hann er um 1 m inni á götunni. Það á til dæmis við um bílstjóra á biðskyldu í hliðargötu og líka bílstjórum sem er nýbúnir að fara fram úr hjólreiðamanni og gleyma honum um leið ef hann er of utarlega. Góð viðmiðun í víkjandi stöðu er að vera hægra megin í hægra hjólfari bílanna eins og sýnt er á myndinni hér til hliðar sem tekin er í Safamýri.Víkjandi staða í Safamýri

Í skammdegi og myrkri er mikilvægt að vera í sýnilegum fötum, með endurskin á hjólinu og góð ljós. Ef bílstjórar eiga að taka tillit til manns verða þeir að sjá mann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta fína blogg.

Ég hef einmitt verið að reyna að bæta mig í þessu undanfarið. Hef verið of langt úti í kanti venjulega og ekki nógu duglegur við að taka akreinina (ríkjandi stöðu). Lenti núna í vetur tvisvar með stuttu millibili í því að bílar sem koma út af stæði sáu mig ekki fyrr en óþægilega seint (báðir með mjög illa skafnar rúður reyndar, en ég líka of langt úti í kanti).

Jens (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 11:57

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Það munar ótrúlega hvort maður er rétt við vegbrúnina eða um meter inni á akbrautinni. Það skilur það engin fyrr en reynt hefur, hverju munar í hegðun bílstjóra gagnvart hjólreiðamanni.

Það er þrennt sem einkum einkennir reynslulitla hjólreiðamenn.

  • Of lítið loft í dekkjum
  • Hjóla of nálægt akbrautarbrún/kanti til að forðast að vera fyrir bílum (eða jafnvel upp á gangstétt á íbúðargötum) 
  • Eru í of þungum gír miðað við aðstæður
Það er auðvelt að laga þetta allt með bara lítilsháttar tilsögn og það eykur öryggi hjólreiðamannsins og greiðir ferð hans.

Árni Davíðsson, 21.2.2010 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband