Hjólreiðamenn eiga vel heima í umferðinni á Íslandi. Almennt séð ættu hjólreiðamenn að halda sig á götunum í íbúðarhverfum. Það er fyrst og fremst á stærri tengi, safn- eða stofnbrautum með þungri umferð á annatíma, sem ástæða getur verið til að flytja sig upp á gangstétt eða stíg. Þessar götur henta samt flestar vel til hjólreiða utan annatíma. Á götunum fara hjólreiðamenn hraðar yfir og eru öruggari en á gangstéttum og á mörgum blönduðum útivistarstígum.
Mikilvægt er að hjólreiðamaður staðsetji sig rétt á götunni. Í víkjandi stöðu um 1 m hægra megin við umferðarstraum en ekki nær hægri brún en hálfum m þegar óhætt er að hleypa umferð framúr. Í ríkjandi stöðu á miðri akrein (eða rétt hægra megin við miðju til að pirra ekki bílstjóra :) þegar ekki er óhætt að hleypa umferð framúr, t.d. við gatnamót og í þrengingum. Sýnt á mynd hér.
Bílstjórar eru mjög tillitsamir þegar hjólreiðamenn hegða sér eins og önnur ökutæki í umferðinni og það er sárasjaldan sem maður verður fyrir einhverju ónotum. Það er bara einn og einn sem ekki skilur þetta. Þá er bara að veifa honum og brosa. Sumir kalla líka á mann í einhverju gríni, það eru svo margir spaugarar til.
Íslenskar akreinar eru ekki nema 3,5 m á breidd og því er ekki pláss fyrir bílstjóra til að taka framúr reiðhjóli innan akreinar og það getur vissulega verið óþægilegt. Bílstjóri á að taka framúr með minnst 1 m bili frá ysta hluta reiðhjólsins, stýrinu, en þægilegra er ef þetta bil er meira. Bílstjóri þarf því að fara yfir miðlínu eða akreinalínu til að fara framúr. Sumir bílstjórar virðast eiga bágt með þetta og vilja halda sig alveg á miðri akrein. Mér hefur reynst vel að færa mig utar í götuna til að sannfæra bílstjóra um að fara yfir miðlínuna í framúr akstri. Óæskilegt er að vera of nálægt ytri brún akbrautar því það hvetur bílstjóra til að vera innan akreinarinnar í framúrakstri og þá fara þeir óþægilega nálægt hjólreiðamanni. Það er líka slæmt vegna þess að bílstjórar taka síður eftir hjólreiðamanni alveg við brúnina heldur en ef hann er um 1 m inni á götunni. Það á til dæmis við um bílstjóra á biðskyldu í hliðargötu og líka bílstjórum sem er nýbúnir að fara fram úr hjólreiðamanni og gleyma honum um leið ef hann er of utarlega. Góð viðmiðun í víkjandi stöðu er að vera hægra megin í hægra hjólfari bílanna eins og sýnt er á myndinni hér til hliðar sem tekin er í Safamýri.
Í skammdegi og myrkri er mikilvægt að vera í sýnilegum fötum, með endurskin á hjólinu og góð ljós. Ef bílstjórar eiga að taka tillit til manns verða þeir að sjá mann!
Flokkur: Umhverfismál | 10.2.2010 | 13:25 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Takk fyrir þetta fína blogg.
Ég hef einmitt verið að reyna að bæta mig í þessu undanfarið. Hef verið of langt úti í kanti venjulega og ekki nógu duglegur við að taka akreinina (ríkjandi stöðu). Lenti núna í vetur tvisvar með stuttu millibili í því að bílar sem koma út af stæði sáu mig ekki fyrr en óþægilega seint (báðir með mjög illa skafnar rúður reyndar, en ég líka of langt úti í kanti).
Jens (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 11:57
Það munar ótrúlega hvort maður er rétt við vegbrúnina eða um meter inni á akbrautinni. Það skilur það engin fyrr en reynt hefur, hverju munar í hegðun bílstjóra gagnvart hjólreiðamanni.
Það er þrennt sem einkum einkennir reynslulitla hjólreiðamenn.
- Of lítið loft í dekkjum
- Hjóla of nálægt akbrautarbrún/kanti til að forðast að vera fyrir bílum (eða jafnvel upp á gangstétt á íbúðargötum)
- Eru í of þungum gír miðað við aðstæður
Það er auðvelt að laga þetta allt með bara lítilsháttar tilsögn og það eykur öryggi hjólreiðamannsins og greiðir ferð hans.Árni Davíðsson, 21.2.2010 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.