Á veturna er tjörudrullan á höfuðborgarsvæðinu hvimleið fyrir reiðhjólamenn eins og fleiri vegfarendur. Til að minnka drulluausturinn og bleytuna er nauðsynlegt að hafa góðar aurhlífar eða bretti á hjólunum.
Fjallahjólið mitt er ekki með festingar að framan fyrir aurhlífar enda með dempara að framan. Ég var lengi vel með aurhlíf sem festist upp í stýrispípuna og gaf alls ekki nógu góða vörn eins og sjá má á myndinni.
Núna um daginn lét ég loksins verða af því að festa almennilega aurhlíf og bætti drullusokk við að neðan.
Það er ekkert skrúfugat til að festa aurhlífina. Þó að sennilega væri í lagi að bora gat fyrir skrúfu í "gaffalbrúnna" vildi ég ekki hætta á það og brá því á það ráð að festa aurhlífina með bendlaböndum. Aurhlífin er úr harðplasti og auðvelt að bora í gegnum hana fyrir bendlaböndunum. Bendlabönd eru ódýr, sterk og endingargóð og ótrúlega nytsöm.
Eitt sem þarf að passa sérstaklega með V-bremsur er að aurhlífin hindri ekki hreyfingu bremsunnar. Hér liggur hún undir bremsunni.
Hér til hliðar sést festingin að aftan. Uppi er gamla festingin fyrir gömlu aurhlífina.
Öðru megin á gafflinum er hægt að festa í skrúfugat fyrir diskabremsu. Gott er að eiga úrval af skífum og ryðfríum skrúfum í mismunandi lengdum sem fást í byggingarvöru- eða vélaverslunum.
Hinum megin á gafflinum er ekkert skrúfugat og þar er hlífin fest í hosuklemmu af passlegri stærð sem festist utanum gaffalinn.
Drullusokkurinn er síðan punkturinn yfir i-ið. Hann er klipptur til úr gömlu afgangsdekki og festur við aurhlífina með bendlabandi.
Sennilega má drullusokkurinn samt vera breiðari og jafnvel aðeins síðari.
Þetta hefur reynst ágætlega og gefur miklu betri vörn fyrir bleytu og drullu.
Maður hefði auðvitað átt að vera búin að gera þetta fyrir löngu síðan.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 15.2.2010 | 22:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
hehe, sniðug lausn hjá þér. Ég er með drullusokk á núverandi hjóli og það er algjört möst. Hann var að vísu úr fullþunnu efni og orðinn svolítið rifinn, en ég teipaði hann saman með einangrunarlímbandi. Þá varð hann stífari og virkar mun betur, skrapast ekki utan í nöglunum.
Hjóla-Hrönn, 16.2.2010 kl. 12:07
steinimagg, 16.2.2010 kl. 21:53
Er þetta "afturbretti" hjá þér? Mér sýnist það ná svo langt fram.
kv.
jens
P.s. Gettu hvað kemur upp þegar maður googlar "Árni drullusokkur"
Jens (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 14:46
Takk fyrir athugasemdirnar.
Þetta er frambretti en fer sennilega framar en venjulega því það stoppar við gaffalbrúnna en ekki við gaffallinn eins og eðlilegt væri. Samanber hallan á "stífunni".
Þetta er frá "Biltema" sem margir þekkja frá Norðurlöndum. Sú verslun er eins konar Bílanaust með fjölbreyttara vöruúrval þar á meðal hjól og varahluti. Þetta eru fín bretti, ódýr og endingargóð. Veffangið er www.biltema.se eða no eða dk eftir löndum. Þeir senda að vísu ekki í pósti.
Það er ekki amalegt að vera í hópi með fleiri Árnum þar sem drullusokkar koma við sögu.
Árni Davíðsson, 17.2.2010 kl. 23:31
Já ég kannast ágætlega við Biltema. Vörulistinn þeirra var uppáhalds klósettlestrarefnið mitt þegar ég bjó í Finnlandi.
Jens (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.