Hvað er á seyði við Nauthólsveg?

Byrjun á merkingu Við hin nýja Nauthólsveg, sem áður hét Hlíðarfótur, er eitthvað skrítið á seyði sem ekki hefur sést á Íslandi áður. Þar eru merktar á veginn til og frá Valssvæðinu stöðvunarlínur fyrir reiðhjól sem ná fram fyrir stöðvunarlínur fyrir bíla.

Á 1. myndinni er upphaf merkingarinnar þegar maður nálgast gatnamótin. Merkingin stefnir beint yfir götuna.

Þegar komið er að gatnamótunum sést að stöðvunarlína fyrir hjól liggur framar en stöðvunarlína fyrir bíla. Samanber 2. mynd.

GatnamótinÞað er eins og gert sé ráð fyrir að þetta sé hjólaleið sem liggi í gegnum Valssvæðið og að gert sér ráð fyrir að hjólað sé á götunni. Spurning er hvort málaðir verði hjólavísar á götuna eins og á Suðurgötu og Einarsnesi.

Hvernig á að leiða hjólreiðamenn í gegnum Valssvæðið er samt nokkuð óljóst. Útaf svæðinu hinum megin þarf að fara upp á gangstétt við Valshúsið og framhjá því og í gegnum grindverk. Það þýðir að það má ekki vera hlið á grindverkinu (3. mynd) og ekki virðist gert ráð fyrir hjólaumferð þar í gegn í hönnun gangstéttanna. Grindverk hjá Val

Sérkennilegt er að hafa biðskyldu handan við gangbraut í stað þess að hafa biðskyldumerki og línu framan við gangbrautina (4. mynd). Bílar eiga því að stöðva ofan á gangbrautinni í stað þess að vera fyrir framan hana. Getur einhver útskýrt hversvegna þetta er haft svona?

Biðskylda á gangbraut

 

Hjólreiðamenn sem hjóla á götunni ættu samt að athuga vel sinn gang ef þeir ætla að beygja til vinstri frá HR í átt að Hringbraut.

Þar ættu þeir ekki að taka sér stöðu í í hjólreiðamerkingunni heldur vera á akrein vinstra megin við hjólamerkingu. Sú akrein er bæði beygjurein til vinstri og rein til að halda beint áfram að Valssvæðinu. Eins og sjá má á 5. mynd eru gatnamótin nokkuð flókin. HR og Loftleiðir er til hægri, Valur til vinstri, vegurinn að Hringbraut niður og að Bústaðavegi upp. Þarna sjást stuttu reinarnar fyrir hjól koma frá vinstri og frá hægri.

Nautholsvegur gatnamot

 

Nauthólsvegur hentar í sjálfu sér sæmilega til hjólreiða.

Akreinar á svæðinu eru 3,5 m á breidd að jafnaði en 4,5 m breiðar þar sem eru miðeyjar. Bílar eiga að komast framhjá reiðhjólamanni á 4,5 m, enda geta þeir ekki farið yfir miðlínu þar. Þar sem eru 3,5 m akreinar geta bílar farið yfir miðlínu/akreinalínu þegar þeir fara framúr. Ég ímynda mér að það ætti ekki að vera mikið vandamál vegna þess að umferðarstraumurinn á annatíma liggur mest í eina átt og því verði ekki margir bíla sem koma á móti. Að hjóla á götunni ætti því að geta gengið ágætlega.

Í drög að "Flokkun gatna til hjólreiða" sem ég hef verið að vinna að flokkast gatan samt í D. flokk sem er 4. flokkur að þægindastigi fyrir hjólreiðar af 6 flokkum:

D. flokkur. Minna þægileg til hjólreiða (einkum á annatíma). Ökuhraði um 50 km. Breidd götu leyfir ekki framúrakstur bíla án þess að þeir fari yfir miðlínu og umferð er nokkuð þétt. Akrein 3,5 m breið.

Þetta er sett fram með fyrirvara um að þetta er ekki endanlegt flokkunarkerfi og að gatan er í raun ekki fullkláruð. Það er til dæmis ekki ljóst hver ökuhraði verður. Við 30 km hraða mundi vegurinn t.d. færast upp í B. flokk.

Ef einhver veit hvað planið er hjá borginni þarna væri gaman að fá innlegg.

 

p.s. Athugið, hægt er að  smella á myndirnar tvisvar sinnum og stækka þær við hvern smell.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Athyglisverðar pælingar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 20.2.2010 kl. 13:47

2 identicon

Ég get ekki tjáð mig um samhengið í þessu, en m.t.t. þess að stöðvunarlína fyrir bíla er höfð aftar en sú fyrir reiðhjól, þá er það viðtekin regla í Danmörku allavega, og ég held víðar. Hún er mjög æskileg þar í landi, þar sem mjög fátítt er að leyfa hægri framhjáhlaup í gegnum gatnamót, líkt og tíðkast mikið í Reykjavík, einmitt af tilliti til gangandi og hjólandi umferðar (því þannig þarf gangandi umferð ekki að líða fyrir langa og flókna, og óöruggari leið yfir gatnamót, heldur fær þess í stað styttri og algerlega varða leið). Það þýðir hins vegar að bílar sem ætla til hægri þurfa að víkja fyrir hjólandi umferð sem ætlar beint áfram, og því er stöðvunarlínan höfð aftar. Þannig sjá þeir betur hjólafólk sem bíður, auk þess sem það gefur hinum hjólandi kost á að vera kominn vel áleiðis yfir gatnamótin áður en bílarnir fara af stað (reiðhjól hafa býsna góða hröðun fyrstu sekúndurnar m.v. bíla). Oft fær hjólafólk sérstaklega grænt ljós sem logar í ca. 2 sekúndur áður en bílarnir fá grænt til að bæta þetta enn frekar.

Í Reykjavík eru hægri framhjáhlaup hins vegar meginreglan á stórum gatnamótum, og einnig í þessu umrædda tilviki. Inndregin stöðvunarlína fyrir bíla virðist því mikið til óþarfi, en e.t.v. liggja þarna aðrar ástæður að baki.

Samúel T. Pétursson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 15:20

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Það er rétt hjá. Það er óþarfi að hafa inndregna stöðvunarlínu fyrir bíla á þessum stað.

Það má jafnvel halda því fram að reiðhjólafólki geti stafað hætta af því að nota sér þessa stuttu hjólarein í stað þess að taka sér ríkjandi stöðu á miðri akrein þegar gatnamótin nálgast. Bílstjórar á akreininni gætu freistast til að taka fram úr reiðhjólamönnum vinstra megin og sveigja síðan fyrir þá ef þeir ætla að beygja til hægri. Þá fara þeir yfir hjólareinina og hugsanlega á eða í veg fyrir reðhjólamenn.

Við reiðhjólamenn þekkjum mæta vel bílstjóra sem taka fram úr og gleyma um leið tilvist hjólreiðamanns þegar þeir koma upp að hlið hans. Ég hef lent í því í tvígang að bílstjórar sem eru að tala í símann fara framúr mér, gleyma að ég er þarna, og svína síðan fyrir mig í næstu beygju. Í eitt skipti ætlaði viðkomandi inn í hliðargötu og í hitt skiptið komum við að hringtorgi og hann beygði til hægri inn í hringinn fyrir mig. Það er mjög mikilvægt við þær kringumstæður að taka sér ríkjandi stöðu svo bílstjórar klessi ekki á mann með hægri krók. Bílstjórar gleyma ekki því sem er fyrir framan þá!

Mynd af að taka sér ríkjandi stöðu þegar gatnamót nálgast:

http://arnid.blog.is/tn/s90/users/f7/arnid/img/vikjandi_rikjandi_959647.png

til að koma í veg fyrir þetta:

http://arnid.blog.is/tn/s90/users/f7/arnid/img/haegrikrokur.jpg

Árni Davíðsson, 20.2.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Árni Davíðsson

Vitlausar myndir, sorrí.

Mynd af að taka sér ríkjandi stöðu þegar gatnamót nálgast:

http://arnid.blog.is/users/f7/arnid/img/vikjandi_rikjandi_959647.png

til að koma í veg fyrir hægri krók:

http://arnid.blog.is/users/f7/arnid/img/haegrikrokur.jpg

Árni Davíðsson, 20.2.2010 kl. 21:14

5 identicon

Það er áhugavert að það er mikið lagt uppúr grænum leiðum til og frá valsheimilinu en minni áhersla er lögð á að koma öllu fólkinu í HR til og frá skólanum með grænum leiðum.

Hjólaði þarna í gær til að skoða þetta betur og fór meðal annars um undirgöng undir flugvallarveg, þar er framhald af stígnum frá nauthólsvík og liggur hann áfram beina leið meðfram veginum að valsheimilinu. Þá er bæði gert ráð fyrir stíg og að það sé hjólað á götunni til og frá valsheimilinu, það er kannski framför.

Það sem vantar í þessa mynd er hver sé stefna borgarinnar og hvar sé hægt nálgast hana. Ætli hægt sé að hafa samband við embættismenn borgarinnar og fá frá þeim hvaða forsendur lágu að baki hönnunnar á þessum ( og fleiri ) gatnamótum?

arnaldur (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 08:39

6 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hjólaði þarna í morgun, villtist raunar, ætlaði að taka nýja veginn sem lægi út á Hringbraut en endaði uppi við Valsheimilið. Þetta verður að teljast skref í rétta átt, þ.e. að gera ráð fyrir reiðhjólum á gatnamótunum, það hefur að vísu gleymst að gera ráð fyrir þeim hinu megin við gatnamótin, ekki séns að bæði reiðhjól og ökutæki komist fyrir á akreininni sem tekur við, hún er allt of mjó.

Ef menn hefðu nú viljað vera svolítið sniðugir og virkilega haft áhuga á því að bæta grænar samgöngur í borginni, þá hefðu þeir átt að opna fyrst strætóleið, reiðhjólabraut og góða gangstíga.  Núna er ástandið þannig að það er fremur leiðinlegt að fara þarna á reiðhjóli og mun verða eitthvað fram á vorið.  Eykur alla vega ekki áhuga fólks á að hjóla þetta.

Hjóla-Hrönn, 22.2.2010 kl. 10:57

7 Smámynd: Árni Davíðsson

Því miður er þetta allt svo lítið óljóst hvert "stóra planið" er. Ætla að reyna að kanna þetta betur og flytja meiri fréttir á blogginu.

Fyrir mína parta er þetta vissulega samgöngubót því þetta styttir leiðina úr Kópavoginum í miðbæinn. Það er ef maður nennir ekki að hjóla upp Öskjuhlíðina og taka Bústaðaveginn, sem sennilega er styst.

Verst er að ljósin á Nauthólsvegi/Hringbraut nema ekki reiðhjól. Þau loga lika græn bara rétt svo að maður nái yfir Hringbrautina áður en  þau skipta aftur í rautt.

Árni Davíðsson, 24.2.2010 kl. 23:10

8 identicon

when you purchase mbt shoes, you may often vacillating. As mbt becoming more and more popular worldwide. there’re various web shop cheap mbt shoes, but we don’t know how choice best one. Thesuitshoes.com is a great place we can buy our lovely mbt shoes . all of us want to buy a health care shoes. I like to put on my favorite MBT feel really good, I hope in my 20 birthday mother also can send me a pair of fashionable mbt shoes.

mbt shoes (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 04:27

9 identicon

hihair productsDo you want to do hair fluttering in the wind
hiSony laptop batteryconfirmation that blogs,
hiLG laptop batterysocial networks, and games are
hiCompaq presario batteryovertaking everything else on the 'Net
hiAcer aspire batteryNielsen has released its latest statistics.
hiHP Pavilion dv6000 laptop batteryThey show that Americans
hichristian louboutinnow spend almost a quarter of their
hichristian louboutin shoesPC/laptop days and nights on social
hichristian louboutin shoes salenetworking sites and blogs.
hichristian louboutin saleThat's a 43 percent jump from a year ago.
hibuy christian louboutin shoesBut the media survey company notes
hijuicy couture shoesthat at the same time computer
hiaJuicy couture tracksuit Sports fashion is you want to have
hicopper fountainBeautiful and seductiveIf you want to have
hibinocularsIf you want to see the true beauty of the United States far
tkanks.

emma (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband