Fyrsta ófærðin í vetur

Ég hjólaði niður í bæ á laugardaginn að klukkuna að ganga 7. Þá var ekki búið að ryðja göngustíginn í Fossvogi og enga aðra stíga heldur þannig að færðin var frekar þung.

Ef það er rutt er snjórinn enginn hindrun þegar maður hjólar. Í desember kom púðursnjór í frosti og það var ævintýralegt að hjóla í honum. Eins og að líða um á hvítu teppi. Snjórinn þennan dag var hinsvegar þungur og blautur og byrjaður að frjósa. 

Ferð sem venjulega tekur um 45 minútur fram og tilbaka tók núna 92 minútur. Á stígnum náði maður rétt 10 km hraða og varð móður á jafnsléttu við það. Á götunum var færðin betri en varð að fara varlega útaf breytilegu færi. Ef maður fer af hörðu og lendir í krapa getur hjólið snögghemlað og skriðið út á hlið og þá getur maður misst stjórn á hjólinu ef hraðinn er mikill.

Myndbrot af ferðinni á stígnum í Fossvogi neðan við kirkjugarðinn.

Hérna er annað myndbrot tekið þegar hjólað er fram hjá kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallagarði.

 

Vegalengd: 16.95 km
Meðalhraði:  10.98
Ferðatími:    92.35
Hámarkshraði: 22.4
Vindur var hlutlaus, smá snjókoma og þæfingsfærð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þú góður að hjóla í þessu. En sennilega hefur þú komið jafnvel á leidarenda á undan bílandi mönnum. Maður getur jú lyft hjólið yfir skaflana en ekki gerir maður slíkt við bílinn.

Úrsúla Jünemann, 2.3.2010 kl. 18:09

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Því miður ekki þennan dag.

Hefði ég farið upp Öskjuhlíðina frekar en Fossvogsstíginn hefði ég sennilega verið á sama hraða. Vandinn var líka breytilegt færi á götunum þar sem skiptist á bunkar af troðnum snjó og krap sem gerir stjórn á hjólinu erfiða. Ég sleppti t.d. Hringbrautinni útaf því en þar var talsverð umferð. Fór minni götur í staðinn en þar getur maður tekið alla akreinina og þannig tryggt öryggi sitt í þessu breytilega færi.

Árni Davíðsson, 10.3.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband