Um daginn þegar ég fór niður í bæ ætlaði ég á gleðskap i klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins vegna þess að endurbótum á efri hæð hússins var lokið. Því miður var hætt við og gleymdist að láta mig vita.
Úr því ég var komin niður í bæ ákvað ég að kíkja á kaffihús. Fór austurúr eftir Vesturgötu og niður í Kvosina. Þar rakst ég á Gísla hjólamann sem stofnaði ÍFHK með Magnúsi Bergssyni. Hann var á leiðinni í klúbbhúsið að gera við. Við spjölluðum saman um færðina og hjólreiðarnar nokkra stund. Héldum síðan í gagnstæða átt.
Hélt áfram í grænt te í Mál og Menningu á Skólavörðustíg. Þar hitti ég fyrir gamla (ehh. unga) bekkjarsystur úr líffræðinni með dóttur sinni. Þær voru á bæjarrölti. Hef ekki hitt hana lengi.
Það er svona. Þegar maður heldur að eitthvað sé misheppnað þá gerist eitthvað skemmtilegt og óvænt. Það er að vísu meiri líkur á að hitta lifandi fólk sem maður getur átt samskipti við því nær sem maður er miðbænum. Þótt oft geti verið gaman að spjalla við bílstjóra á ljósum þegar maður er á hjóli eru alltof fáir sem gefa sig á tal við mann þannig. Maður kann ekki alveg við að banka á gluggann hjá þeim en kannski ætti maður að gera það?
Ég fer oftar um austurhluta borgarinnar á leið til og frá Mosfellsbæ og heim á Kársnes. Oft hef ég veifað hjólreiðamönnum hinum megin á Vesturlandsveginum en það er óhægt um vik að hjóla yfir fjórar akreinar og miðeyju til að tala við fólk á leiðina í gagnstæða átt. Kannski dálítið "nöttað" líka. Það eru örugglega einhverjir á sömu leið og ég en þeir eru líka á svipuðum hraða þannig að líkurnar á að sjá þá eru ekki miklar. Það gerðist samt um daginn að ég hitti konu á Stórhöfða (þ.e. götunni ekki veðurathugunarstöðinni) sem var að koma frá MATÍS sem er nýflutt á Vínlandsleið. Það var hálfgerður stormur og ég með þennan fína meðvind þannig að ég náði henni. Við fylgðumst að þar til leiðir skildu í Elliðaárdal. Það var mjög skemmtilegt að ræða við þessa ágætu hjólakonu.
Það er um að gera þegar maður er á ferð, að spjalla við þá sem maður hittir. Það gerir lífið svo miklu skemmtilegra. Maður á að minnsta kosti að nikka, veifa eða segja góðan daginn við samferðamenn sína sem maður hittir á förnum vegi.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Bloggar, Samgöngur | 13.4.2010 | 22:46 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
when you purchase mbt shoes, you may often vacillating. As mbt becoming more and more popular worldwide. there’re various web shop cheap mbt shoes, but we don’t know how choice best one. Thesuitshoes.com is a great place we can buy our lovely mbt shoes . all of us want to buy a health care shoes. I like to put on my favorite MBT feel really good, I hope in my 20 birthday mother also can send me a pair of fashionable mbt shoes.
mbt shoes (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 04:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.